Þetta þýðir ekkert

Ef það er eitthvað sem okkur vantar þá er það dálítill slurkur af tiltrú erlendis og þessi kona er verulegur lykill að því. Til viðbótar er traustið í samfélaginu vægast sagt af skornum skammti og það verður að bæta úr því. Íslensk stjórnsýsla hefði síðan afar gott af því að fá hér inn skara af erlendum rannsakendum sem taka hlutna alvarlega.

Stuttur aðdragandi nauðsynlegra kosninga gerði að verkum að ekki varð næg endurnýjun á þinginu. En það er bara hluti vandans. Mörg síðustu ár höfum við fengið lýsingar af því hvernig alþingi virkar úr ýmsum áttum. Þegar nýir þingmenn mæta er byrjað á því að kenna þeim hvernig þeir eigi að haga sér og síðan tekur embættismannasmiðjan við að móta leirinn. Hefðin í þinginu er að það er veikt, einskonar eftirvagn framkvæmdavaldsins - sem er síðan sjálft í stöðugu uppeldi hjá ráðuneytum og allskonar innanstokksmunum í kerfinu sem hafa setið þar árum saman. Þeir kunna á hefðirnar og ákveða hlutina að verulegu leyti. Ef þessu kerfi þykir eitthvað ómögulegt þá þarf mikla pólitíska hörku til að breyta því.

Það tekur langan tíma að breyta hefðum, þar meðtalið ósiðum. Líklega þyrfti að rífa embættismannakerfið niður til grunna og byggja það upp aftur með nýjum stjórnendum á flestum póstum.


mbl.is Eva Joly íhugar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnvöld bera ábyrgðina enda búin að sýna og sanna að áhuginn er enginn að réttlætið nái fram að ganga.  Enda allir flokkar meira og minna á spena þessa glæpagengis.

 Mætið og mótmælið á Austurvelli kl. 15.00 í dag og á hverjum degi. Enginn annar getur gert það fyrir ykkur og afkomendurna.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 38965

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband