Sigmundi gremst skilningsleysið

Það hefur verið einkenni stjórnvalda mörg síðustu ár að þau hafa komið algerlega af fjöllum í efnahagsmálum. Það verður að segjast eins og er. Ekki batnaði það við hrunið því að þau vanmátu stöðuna mjög gróflega, m.a af því að þau héldu að hér hefði allt verið í fína standi liðin ár. Samkomulagið við IMF ber keim af því, aðferðin við neyðarlögin líka. Síðan hefur staðan stórversnað.

Enn eru þau að vanmeta alvarleika stöðunnar sem er skrítið því að þau ættu að hafa haft nokkurn tíma til að velta fyrir sér hversu auðvelt verður að rétt af fjárlagahallann. Þau átta sig líklega ekki á því heldur að þessi alþjóðlega efnahagskrísa er ekki dæmigert samdráttarskeið sem gengur yfir á nokkrum misserum. Fiðluspil í erlendum fjölmiðlum um slíkt er annað hvort áframhald á sömu vanþekkingu, eða gagngert hannað til að reyna að efla bjartsýni. Nema hvorutveggja sé.

Fyrsta hryna þessa niðurbrotsferlis gekk mjög hratt yfir hér á Íslandi, stærð bankanna gerði það að verkum. En staða margra annarra þjóða er engu betri þegar upp er staðið þar tekur ferlið bara lengri tíma. 

Hvað snertir þessar eignir Landsbankans sem eru að mestu útlán til fyrirtækjakaupa [ABL] í Bretlandi þá er spurning hvort að ekki þurfi að afskrifa þau svipað og lánapakkana sem voru lánaðir til íslenskra skuldsettra yfirtaka síðustu ár - eftir að kreppan hefur bitið breta í afturendann af fullu afli. Ég tel að það yrði mikill lottóvinningur ef 70% innheimtast. 

Myndaserían í síðustu bloggfærslu ætti síðan að vera vísbending um að við séum ekki í góðri stöðu til að taka við frekari skakkaföllum. Jafn hroðalega og það hljómar að hafna þessum samningum þá eru þeir ófær leið engu að síður. Áhættan er allt, allt of stór. Það er líka spurning hvort að orðsporið versnar að ráði - í það minnsta hefur íslandi verið lýst sem gjaldþrota ítrekað í fjölmiðlum um allan heim síðustu mánuðina.

Svakalegasti afleikur síðustu mánaða var að setja aðild að ESB á dagskrána, það dró alveg tennurnar úr okkar vígstöðu í þessum ólgusjó. Og sundraði þjóðinni í ofanálag.

Gleymum því samt ekki að stjórnmálamenn eru ekki í öfundsverðri stöðu og reyna vafalaust að gera sitt besta.

 


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband