6.6.2009 | 13:49
Höfum engin efni á frekari endurreisn af þessu tagi
Enn einu sinni er okkur boðið upp á jákvætt spinn. Það þarf sérstaka rökleiðslu og spuna til að komast að því að ábyrgð á 950 milljarða skuldabréfi eftir 7 ár sé lykill að endurreisn fyrir þjóð í kröggum. Ég held að myllusteinn um háls íslands sé mun raunsannari lýsing á þessum atburðum. Ekki ósvipað því að jöklabréf eru myllusteinn á krónuna í dag. Þessi skuld mun hafa áhrif á lánshæfi og vaxtakjör til frambúðar, annað er útilokað.
Kjörin virðast ekki hagstæð og það er áhættupremía á þeim m.v hefðbundin markaðskjör. En nú er það alveg spurning hvort að það sé eitthvað réttlæti í því að meta þetta á markaðsforsendum yfirleitt. Það er ekki eins og hér sé verið að meta fjárfestingar á frjálsum markaði.
Verst af öllu þykir mér að íslenska hagkerfismódelið hefur verið rugl síðustu árin. Það sést á stöðugum og sívaxandi hallarekstri fjölskyldna, fyrirtækja og sveitarfélaga hér innanlands auk hallareksturs þjóðarbúsins alls sem hefur um langt árabil verið rekið með halla og hlaðið niður svívaxandi erlendum skuldum sem á sinn þátt í því að koma okkur þar sem við erum stödd í dag. Það er smekksatriði og setja niður ártal hvenær þessi óheillaþróun byrjaði. Það er líka óvíst hversu sársaukafullt það verður að keyra hlutina hér yfir næstu ár þegar ekki er lengur hægt að auka skuldir og verður að greiða þær niður.
Endurreisnarplanið virðist samt byggjast á sömu hugmyndafræði. Aðgangur að erlendu lánsfé sé alger nauðsyn og icesave tímasprengjulausnin einmitt lykill að því að hægt sé að slá meiri lán gegnum IMF og frá nágrannaþjóðum. Þetta lítur svipað út og einstaklingur sem hefur farið illa að ráði sínu í fjármálum og hlaðið niður skuldum, þegar í óefni er komið snýst allt um að velta hlutunum áfram, taka sífellt ný og ný lán þar til allt fer á hvolf þegar skuldafjallið verður óviðráðanlegt með öllu. Margar þjóðir hafa farið svona að ráði sínu í sögunni og við ætlum að gera það sama! Hvers konar endurreisnar plan er það?
Prófessor Aliber - þessi sem varaði við hruninu fyrir löngu - ráðlagði að við skyldum ekki taka við lánum frá IMF. Dr Michael Hudson tók í sama streng. Vestur í landi hinna fjálsu og hugrökku eru menn sem fullyrða blákalt að þegar skuldir eru orðnar illviðráðanlegt vandamál sé ekki lausnin að auka þær.
Hér er fróðleg klippa sem tengist því sem ég er að vísa til. Þarna takast á Peter Schiff og Art Laffer, sá síðarnefndi hefur komið til íslands og verið hampað hér sem einhverjum snillingi. Hvor skyldi nú hafa meira til síns máls í greiningu á stöðunni. Og hvorum ætli sé betra að trúa um hvernig leysa eigi vandann?
Þessi skuldasöfnunarhagfræði er ónýt og endurreisn íslands verður aldrei byggð á henni. Ásókn í meira af meðalinu sem kom okkur hingað hlýtur að teljast vera fíkn.
Icesave-samningur gerður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.