Stýrivaxtaraunir - if (only) I could turn back time!

Þessi tregða til að lækka vextina virðist byggja á því að viðhalda jákvæðum raunvöxtum, til að egna fyrir fé til að staldra við í íslenska hagkerfinu í stað þess að hlaupa út um glufur í gjaldeyrishöftunum og síðast en ekki síst til að hafa þá háa þegar/ef gjaldeyrishöftunum verður aflétt. Málið snýst sem sagt um gengi krónunnar fyrst og fremst. (og e.t.v fræðilegt andlit líka)

Yfirstandandi "björgunarleiðangur" stjórnvalda/IMF/Seðlabanka virðist felast í því að það verði með öllum tiltækum ráðum að ná upp aftur gengi krónunnar og halda niðri verðbólgu. Nú er augljóst að vegna verð- og gengistryggðra lána er þetta freistandi draumur og í raun áframhald á töpuðu stríði seðlabankans við verðbólgu síðustu ár. Á þessu er sá galli að þetta tekst ekki; ástæðan er að útlánaþensla bankanna fór svo hrikalega úr böndunum að útlanin urðu eitthvað margfeldi af því sem raunveruleg verðmætasköpun hagkerfisins stendur undir. Enda höfum við séð að megnið af útlánunum fóru í neyslu og loftbólufjárfestingar en ekki í framkvæmdir eða fjárfestingar sem skapa tekjur til að endurgreiða þau. Þessi stóru útlan standa nú eftir eins og Stonehenge í íslenska hagkerfinu; sem minnisvarði um brjálæðið og eru óborganleg, tilsvarandi "eignir" á móti að sjálfsögðu líka. Því verður ekki aftur snúið, krónan sem þessi lán eru mæld í hefur lækkað að raungildi m.v erlenda gjaldmiðla -eðlilega-  og lánin þannig lækkað mikið mælt í erlendum gjaldmiðlum (nema þau gengistryggðu). En ójafnvægið hér innanlands er óleyst.

Það er of seint að byrgja brunninn eftir að barnið dottið ofan í hann. Eitthvað af þrennu mun koma til. Afskriftir lánanna virðast vera pólitískt ófærar, gjaldþrotaleiðin -sem við erum í raun stödd í - er verst og þá er bara eftir sú þriðja - sú sem allir óttast mest einhverra hluta vegna - en hún er verðbólga til að éta niður skuldir og eignir  unz jafnvægi næst á ný. Það er ekki ólíklegt að við fáum hana hvort sem okkur líkar það betur eða verr til að byrja með ef/þegar hjólin fara eitthvað að snúast hér aftur. Hvenær sem það nú verður.

Áframhaldandi tilraunir til að bakka tímanum og genginu er afneitun á aðstæðum og gerir bara illt verra Háir vextir sem flytja bara til peninga frá skuldurum til lánadrottna og auka enn á vandann, auka líka heildar skuldirnar hratt - sem eru þegar allt of miklar eins og áður sagði.  Verði þessu haldið áfram munu lánin "lækka" með gjaldþrotum einstaklinga og fyrirtækja og útlánatöpum lánadrottna. Litið fram á veginn er þetta ekki freistandi umhverfi til að geyma peningana í og þessvegna eru háir stýrivextir í dag vandamál hagkerfisins á næstu árum. Háir stýrivextir í dag til að halda fjármunum inni í hagkerfinu spilla framtíðarhorfum og auka á fjárflótta í framtíðinni. Frestur á vondum vanda, alveg eins og þeir voru frestur síðustu mörg ár.

Hugmyndir um jákvæða raunvexti, verðbólguútreikningar í excel, og meira af gjaldþrota gervi-hagfræði er eitthvað sem við þurfum ekki. Smá jarðsamband og praktík óskast við verðum bara að taka hlutunum eins og til þeirra var stofnað. Núverandi ástand var búið til á nokkrum liðnum árum og verður ekki aftur tekið. Skiptagengi krónunnar er fallið varanlega og til langs tíma, líklegt að það falli enn meir. En það gerir ekkert til út af fyrir sig þó að krónan finni sér jafnvægi í t.d 300kr evru. Þá hækka bara launin og verðlag í samræmi við það - og enginn deyr. Skaðinn er skeður og við verðum að taka því að kaupmáttur hér er hruninn langt aftur í tímann.

Vextir á peninga falla ekki af himnum.

 

 

 


mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 38988

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband