Allavega einn við þokkalega meðvitund á alþingi.

Það er mjög erfitt að blogga íslensk efnahagsmál. Svo yfirgengileg finnst mér vitleysan að ég veit varla hvar ég  á að byrja.

Það vekur samt örlitla vona að sjá þessi ummæli Þórs Saari sem skilur greinilega að talsvert betur hvað er að gerast en flestir þingmanna. Nú er að ljúka vissu skeiði í peningasögu heimsins sem hófst 1971 og heimshagkerfið verður í mörg ár að finna sér leiðir og farvegi út úr vandanum, óvissan er alger. Fyrir okkur íslendinga þýðir þetta lágt afurðaverð áfram. Það er stórhættuleg að gera ráð fyrir efnahagsbata í heiminum á næstu árum sem muni skila okkur auknum tekjum. Líklegra er að hrörnunin haldi áfram enn um sinn og eins líklegt að lánasöfn bankanna erlendis haldi áfram að versna. Vonarpeningur það. Hvernig batinn lítur út þegar hann mætir aftur er óvíst, en líklegast verður hann ekki í okkar heimshluta eða helstu viðskiptalöndum, fyrst annarsstaðar.

Staðan hér á íslandi er þannig að loks eftir að innflutningur er botnfrosinn tekst að ná jafnvægi á viðskipti við útlönd og smá afgangi.  Yfir mörg síðastliðin ár höfum við safnað erlendum skuldum á móti neyslu í einhverskonar sjálfsblekkingu að um væri að ræða arðbærar fjárfestingar. Raunverulegar fjárfestingar hafa síðan ekki verið að gera sig sem skyldi -þ.e þær fáu sem var ráðist í. Það sem eftir lifir af hagvélinni er óttalega smátt saman borið við stærðir fyrri ára þegar lánsféð flaut um allt. Það virðist stefna í að bara vextir erlendra lána þurrki upp allan afgang af viðskiptum við útlönd næstu árin - að því tilskyldu að innflutningur verði áfram við frostmarkið. Á meðan þannig er ástatt versnar ástandið bara.

Íslensk stjórnvöld ættu að hafa eitt markmið á oddinum - að reyna að afstýra algjöru efnahaghruni sambærilegu við það sem Argentína gekk í gegnum, þangað stefnum við nú bæði hratt og örugglega. Eina leiðin til að afstýra því er að minnka erlendar skuldir, hafna öllu sem hægt er að hafna, berjast á öllum vígstöðvum og taka ekki við neinum erlendum lánum. Í þessari stöðu er bjartsýni og von um batnandi tíma stórhættuleg. Það er augljóst að erlendar skuldir eru/verða  á ítrasta þanþoli hagkerfisins næstu ár til að ekki verði úr óviðráðanlegur spírall yfir í gjaldþrot síðar. Hér má engu við bæta.

Innlenda hagkerfið er síðan önnur saga, eina færa leiðin sem ég sé er að flytja allar skuldbindingar yfir í óverðtryggðar krónur og lækka síðan vextina niður í 6% kippa síðan upp gjaldeyrishöftunum og vera góð hvert við annað meðan gengið hrynur og verðbólgan vinnur sitt nauðsynlega starf til að koma aftur á jafnvægi í kerfinu. Íslensk verðbólga er til á lager í kerfinu hjá okkur í formi ofurskulda út um allt kerfið. Þessar ofurskuldir urðu að sjálfsögðu til við óhefta útlánaþenslu bankakerfisins - sem er vísasta uppskrift í heimi að miklu verðbólguskeiði. Margföldun á útlánum bankakerfisins á verðbólguárum fyrri ára virðist ekki hafa verið nægur lærdómur til að íslendingar áttuðu sig á því að hvað var að gerast hér síðustu ár. Þegar útlánaþenslan fór enn einu sinni fullkomlega úr böndunum.

Vonandi hlustar þingheimur vandlega á Þór Saari.


mbl.is Mótmæla Icesave samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 38988

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband