Spunavandræði

Þetta mál er orðið mjög pínlegt fyrir sjálfstæðisflokkinn, þegar fólk var að hneykslast á þessum styrkjum var það siðferðið og hagsmunatengslin sem það hafði skömm á. Fyrir mína parta var endurgreiðslan aldrei neitt atriði, afsökunarbeiðni og loforð um að þetta endurtæki sig aldrei ásamt meira gagnsæi í rekstri flokksins hefði dugað betur. 

Þessi endurgreiðsluflækja bætir bara gráu ofan á svart. Það er lítil reisn í því að endurgreiða eitthvað vaxtalaust á sjö árum, með peningum sem væntanlega þarf að afla með styrkjum, eða úr vösum skattgreiðenda. Og allt þetta amstur til að endurgreiða í einhver braskaraþrotabú. Það er ekki verið að skera á nein hagsmunatengsl með endurgreiðslunum, þeir sem styrktu upphaflega eru gufaðir upp af valdataflborðinu og varla þarf að óttast áhrif þeirra meira í bili.

 

 

 

 

 
mbl.is Styrkir borgaðir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kanalikon

Bjarni Ben fyrir kosningar:  "55 milljónir af styrkjunum endurgreitt fyrir 1. JÚNÍ"

Eftir kosningar:  2. júní.....tilbaka á 7 árum ....vextir?  NEI.  Krónuhrun á 7 árum?...um...sennilegt.

Snillingur Bjarni...SNILLINGUR!!

1. júní!!!!!!
55 milljónir endurgreiddar?

Spillingarflokkurinn og Bjarni Ben í hnotskurn (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:16

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Var þetta eina spillingin? Var þá spillingin orðin landlæg í floknum? Er flokkurinn núna orðinn óspilltur?

Mikið óskaplega er þetta nú barnalegt og aflátsbréfið ódýrt.

Málið er nú reyndar einfalt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga hugsjón og hefur aldrei haft. Hann er einfaldlega pólitískt verkfæri athafnamanna og fégráðugra einstaklinga sem borga fulltrúum hans á Alþingi laun eftir þessari leið.

Og ekki eini flokkurinn sem hefur ástundað það. Í þessari gryfju lenda allir stjórnmálaflokkar fyrr eða síða hversu einlæg sem þeirra pólitíska boðun er í upphafi. Völd= spilling. Spilling= leit að pólitísku valdi. 

Árni Gunnarsson, 2.6.2009 kl. 14:46

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Ég held að það sé litlu að bæta við þennan pistil hjá þér Árni - því miður.

Ólafur Eiríksson, 2.6.2009 kl. 14:54

4 identicon

Alveg sama hvernig litid er á málid...spillingarflokkurinn og formadur hans koma út úr thessu daemi sem sidlaus og bjánaleg fyrirbaeri.

Í fyrsta lagi var BB búinn ad segja til fjölmidla ad flokkurinn mundi endurgreida 55 milljónirnar ádur en hann taladi vid Ástthór.  Thetta voru skilabod til kjósenda FYRIR KOSNINGAR ad nú vaeri spillingarflokkurinn ad taka til og vaeri thví ekki eins spilltur og ádur.  Sem sagt ad kjósendur aettu ad treysta thví ad thetta vaeri ekki ...a.m.k. ekki alveg eins spilltur flokkur og ádur og thetta sagdi BB í theim tilgangi ad afla atkvaedna. 

Formadurinn segir thetta (Taladi hann vid gjaldkera flokksins ádur?  Vaeri ekki ábyrgdalaust ad gera thad ekki?)  Ef hann gerdi thad ekki er hann ábyrgdalaus formadur sem bladrar út í loftid og finnst allt í lagi ad lofa einhverju fyrir kosningar og svíkja sídan kjósendur á theim grundvelli eda einhverjum ödrum grundvelli.  Hann leggur hönd á öxl Ástthórs og horfir í augu hans og segir ad 55 milljónirnar verdi borgadar fyrir 1. júní.  Thad verdur ekki undan thví komist ad baedi formadurinn Bjarni Benediktsson og spillingarflokkurinn líta illa út í thessu daemi.  Sem sagt:  Spillingarflokkurinn og formadur hans hafa nú sýnt ad sú naflaskodun og hreinsun sem átti ad hafa átt sér stad fyrir kosningar hjá flokknum var bara leikrit til thess ad villa um fyrir kjósendum.  Spillingarflokkurinn er jafn spilltur sem endranaer

Dúddi (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband