1.6.2009 | 17:06
Ég þorði ekki að hitta hann
Dalai Lama boðar ást, umhyggju og samkennd, hann segist fyrst og fremst vera maður meðal manna. Enginn er eyland, rétt er það. Nú var það freistandi að fara að hitta meistarann og meðtaka hans boðskap en eftir nokkra umhugsun hætti ég við. Svo illa gæti farið að á meðan að hann innrætti mér göfugar kenndir þá fengi hann eitthvað í staðinn frá mér.
Ekki vil ég fyrir nokkurn mun menga þennan andlega leiðtoga Tíbeta af minni efnishyggju, grægðis- og dralsvæðingu, sjálfhverfu eða einstaklingshyggju. Ég sé fyrir mér í martröð hinn mikla leiðtoga olnboga sig frekjulega gegnum Leifsstöð í nýjum Nike skóm með ipoddinn dinglandi meðan hann spjallar í gemsann og veltir fyrir sér krónugenginu á leiðinni út í vél.
Sumt gerir maður ekki.
Marxisti en ekki Lenínisti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefðir betur mætt í Hallgrímskirkju......
Yndisleg stund! Pottþétt að hann hefði hjálpað þér frekar en að þú hefðir mengað hann :-)
Gangi þér annars vel :-)
Helga , 1.6.2009 kl. 17:30
Sæl Helga og takk fyrir innlitið.
Ég sé það núna að þessar áhyggjur mínar byggjast á vissri sjálfsupphafningu, þannig að það er rétt að ég hefði þurft á því að hitta meistarann.
Ólafur Eiríksson, 1.6.2009 kl. 17:42
Batnandi Lama er best að lifa!
Vilhelmina af Ugglas, 1.6.2009 kl. 18:02
Sæl fröken Ugglas og takk fyrir innlitið.
Þetta er líklega bæði rétt hjá þér og skarplega athugað að auki. Mér var ekki kunnugt um að honum færi batnandi, er það hægt yfirleitt?
Ólafur Eiríksson, 1.6.2009 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.