Banka-svikamylla

Hér eru brögð í tafli af hálfu bankans sem platar útgerðarmenn til að fremja fjárhagslegt harakiri. Fáir vissu betur um eigin fjárþurrð en Landsbankinn. Eftir litlu bankakreppuna 2006 tóku þeir sem eitthvað vissu í sinn haus til fótanna frá íslensku bönkunum. Það sást t.d á skuldatryggingarálaginu á þá. Sá viðburður sýndi glöggt hversu veikar og vitlausar stoðir voru reistar undir ísl. bankakerfinu og að á íslenska hagkerfið var búið að hlaða óviðráðanlegu erlendu skuldafjalli sem var í engu samræmi við gjaldeyristekjur landsins. Það eina sem var þá eftir voru gjaldeyristekjur af erlendri starfsemi bankanna en þær voru að breytast hratt enda var hagnaður þeirra að mestu tilkominn vegna þenslubólu og hækkandi markaða. Bankarnir voru að lána eignarhaldsfélögum og allskonar jólasveinum til að kaupa/yfirtaka margvíslegar eignir og það gekk ágætlega á meðan markaðir gerðu ekki annað en að hækka af því að svo margir voru einmitt við sömu iðju.  Öðru máli gegnir þegar kúrfan snýst við eins og blasir við t.d hér heima. Bankarnir voru því líklegast gjaldþrota fyrir löngu síðan, jafnvel strax árið 2005 af því að lánasöfnin voru til svona hluta.

Í kjölfar litlu bankakreppunnar réðist bankinn í að auka innlán sín, einkum erlendis með t.d IceSave til þess að þurfa ekki að treysta á skammtímafjármögnun af alþjóðamörkuðum sem voru að lokast. Íslensku bankarnir voru komnir í kapphlaup við við að endurfjármagna risavaxinn skammtímalánahaug - kapphlaup sem þeir töpuðu að sjálfsögðu af því að rekstrarmódelið gekk ekki upp.

Þegar þessi viðskipti eiga sér stað var því búið að prufukeyra hvað mundi gerast hér þegar alþjóðlega þenslubólan færi að dragast saman. Hér voru stýrivextir afar háir og ekkert vitrænt plan til um hvernig ætti að lækka þá með hagkerfið yfirfullt af erlendu skammtímalánsfé í allskonar ruslpappírum - án þess að krónan félli mjög hressilega. Þetta hljóta jafnvel forsvarsmenn Landsbankans að hafa vitað þegar var farið að líða á árið 2007. Til viðbótar voru þá strax komnar fram vísbendingar um það sem síðar varð að lausafjárkrísunni sem opinberaðist síðan í ágúst sama ár.

Þeir ákveða samt að lána útgerðarfyrirtæki í erlendum gjaldmiðlum til að kaupa hlutabréf í sjálfum sér og fleiri pappíra á sínum vegum sem allir eru háðir styrk bankans - sem á þessum tíma var kominn í miklar kröggur. Vitandi um áhættuna vegna krónunnar og vitandi um eigin vandamál. Fólk sem stundar svona viðskipti til að bjarga eigin rassi á í mínum huga bara heima bak við lás og slá.

Enn og aftur leiðir þetta hugann að því hversu gjör-rotið viðskiptasiðferðið var kringum bankana og sem aftur sýnir svart á hvítu hversu vitlaust það er að blanda saman almennri bankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi. Víst voru þeir gráðugir og heimskir sem gerðu þessa samninga af hálfu útgerðarfyrirtækisins - en fyrst og fremst varð þeim það á að treysta bankanum sínum. Þeir voru ekki einir um það á síðustu árum.

Vonandi hafa þeir Grundfirðingar góða lögmenn sem fara rækilega ofan í saumana á því hvort að lög hafi verið brotin í þessum viðskiptum. Það gæti jafnvel skapað fordæmi.


mbl.is Milljarða skuldir umfram eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel orðað hjá þér Ólafur: "Þeir ákveða samt að lána útgerðarfyrirtæki í erlendum gjaldmiðlum til að kaupa hlutabréf í sjálfum sér og fleiri pappíra á sínum vegum sem allir eru háðir styrk bankans - sem á þessum tíma var kominn í miklar kröggur. Vitandi um áhættuna vegna krónunnar og vitandi um eigin vandamál. Fólk sem stundar svona viðskipti til að bjarga eigin rassi á í mínum huga bara heima bak við lás og slá...."

Útgerðarfyrirtæki eiga fyrir löngu að vera búinn að KÆRA þessar SVIKAMYLLUR bankanna til dómstóla....  Þarna voru þessir bankar með sértaka VIÐSKIPTASTJÓR sem voru á PRÓSENTU launum (bónus) við að BLEKKJA saklausa viðskiptavinni sýna - ótrúlega siðblindir einstaklingar...!  Bankarekstur í höndum á svona GLÆPAHISKI er ekki boðlegur, nema á Þrælaeyjunni Íslandi - fávita samfélag sem RÁNFUGLINN stýrði hér í 18 ár..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 16:11

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Takk fyrir innlitið Jakob.

Upp að einhverju marki er hægt að skilja, jafnvel fyrirgefa, bankabröskurunum að þeir gengu mjög langt í að reyna að bjarga sér og sínum. Eins og t.d þegar þeir lögðust í eignarhaldsfélagaflækjur gagngert til að halda uppi verðinu á hlutabréfunum í sjálfum sér og allri flækjunni um leið. Þetta var þeirra lífróður.

En þessi samúð endar algerlega þegar maður veltir því fyrir sér að í mörgum tilvikum voru þeir að blekkja og svíkja fólk sem var ekki að spila á sama leikvelli og þeir. Ömurlegast af þessu öllu er líklegast herðferð þeirra gegn almenningi sem var hvattur til hlutabréfakaupa og að fjárfesta í sjóðum sem síðan voru notaðir til að halda keðjunni gangandi.

Algert svínarí.

Ólafur Eiríksson, 31.5.2009 kl. 16:48

3 identicon

Það er ólöglegt að taka veð í eignum annarra án leyfis.

Varðandi stjórnendur og eigendur bankanna, þá skuldsettu þeir hvert mannsbarn hér á stuttum tíma um tugi miljóna. Þessi viðskiptahugmynd, opnun innlánsreikninga fyrir erlenda aðila, sem því miður fór í framkvæmd var dauðadæmd frá byrjun. Grunnurinn var nefninlega ekki í lagi, það voru litlar sem engar tryggingar - aðrar en almannaeign.

 

Það segir mér enginn að þessi gjörningur bankamannanna, í viðskiptaferlum sínum að veðsetja eiginir almennings, sé löglegur, en það var einmitt það sem þeir gerðu.  Afleiðingu þessa sjáum við í dag.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Takk fyrir innlitið Hákon.

Ertu að vísa til veðsetningar kvótans?

Ólafur Eiríksson, 31.5.2009 kl. 17:38

5 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Afsakaðu, ég las of hratt, skil hvað þú ert að fara og er sammála.

Ólafur Eiríksson, 31.5.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband