Leikrit um eyðileggingu Nord Stream gasleiðslanna enn á fjölunum

Líkurnar á því að Bandaríkin hafi staðið að baki þessum skemmdarverkum á Nord Stream 2 gasleiðslunum eru yfirgnæfandi.

Bandaríkin börðust gegn þeim frá upphafi og beittu meðal annars viðskiptaþvingunum á framkvæmdaaðila og stöðugum pólitískum þrýstingi á Þjóðverja að hætta við verkefnið. Það er auðvitað ákveðin vísbending. En þær eru fleiri: Sjálfur forseti Bandaríkjanna sagði í viðtali fyrir rúmu ári að ef Rússar færu með her inn í Úkraínu þá yrði engin Nord Stream gasleiðsla og aðspurður hvernig það mundi gerast þar sem leiðslan væri í Þýskri lögsögu sagði hann; ég lofa þér að við getum gert það!

Svo þetta er ansi skýrt hjá forsetanum. Fleiri háttsettir embætissmenn í stjórn hans sögðu þetta líka hreint út á þessum tíma. Þar á meðal Victoria Nuland sem er aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hefur haft mikið að gera með málefni Evrópu, einkum Úkraínu t.d. í stjórnartíð Obama og nú Bidens. Hér er hlekkur á hennar skilaboð í þessa veru

Þetta hlýtur að teljast mjög afgerandi afstaða hjá Biden stjórninni á þessum tíma! Eftir að gasleiðslurnar voru síðan sprengdar upp lýsti áðurnefnd Victoria Nuland mikilli ánægju með að þær væru nú 'hrúga af brotajárni á hafsbotni'. Utanríkisráðherran Antony Blinken sagði að skömmu síðar að eyðilegging leiðslanna skapaði mikilvæg tækifæri fyrir útflytjendur á Bandarísku gasi til Evrópu. 

Seymour Hearsh er gamalreyndur blaðamaður. Fyrir um hálfri öld vann hann til Pulitzer verðlauna fyrir blaðamennsku þegar hann afhjúpaði fjöldamorð Bandarískra hermanna í My Lai í Vietnam stríðinu. Í kjölfarið átti hann glæstan feril á stórblaðinu The New York Times og tímaritinu New Yorker og átti hverja stór-fréttina á fætur annarri, meðal annars afhjúpaði hann njósnir Bandarísku leyniþjónustunnar innanlands, og hryllinginn í Abu Grahib fangelsinu sem varð alþjóðlegur skandall fyrir Bandaríkin. Fyrir vikið fékk hann fjölda viðurkenninga og hefur traustan sess sem einn öflugasti blaðamaður síðari tíma í Bandaríkjunum, með fjölda heimildamanna innan stjórnkerfis og stofnana Bandaríkjanna. 

Fyrir nokkrum mánuðum braut Hearsh blað í sögunni um skemmdarverkin á Nord Stream þegar hann birti langa og ítarlega grein á vefnum Substack um rannsókn sína á málinu.

Þar rekur hann söguna um það hvernig æðstu ráðamenn í utanríkismálum Bandaríkjanna véluðu um að sprengja upp gasleiðslurnar.Samkvæmt Hearsh voru Bandaríkin búin að koma sprengjunum fyrir nokkru áður en Rússar réðustu inn í Úkraínu og sprengdu þær síðan upp nokkrum mánuðum seinna eftir að stríðið var hafið. Yfirlýsingar forsetans í klippunni hér að ofan voru því ekki út í bláinn , þegar hann segir þetta höfðu Bandaríkin þegar komið fyrir sprengihleðslunum.

Hér er viðtal Amy Goodman á Democracy Now við Seymour Hearsh um Nord Stream málið og fl.

 

Merkilegt sem það er, þá hefur grein Hearsh ekki komist í umferð í þeim fjölmiðlum sem dóminera fréttir á vesturlöndum. Þannig hefur stórblaðið The New York Times, hvar Hearsh starfaði um árabil og gerði garðinn frægan á árum áður, ekki birt grein hans eða tekið hann í vital! Né heldur öll hin sem við treystum á til að flytja okkur fréttir af því sem er að gerast í veröldinni. Það er áleitin spurning hvernig stendur á því þegar hafður er í huga ferill og tengingar Hearsh innan Bandaríkjanna, að ekki sé nú talað um sprengifimt innihald greinar hans.

Nei, það sem gerðist nokkru eftir að grein Hearsh flaug um allan heim á jaðarmiðlum, og að sjálfsögðu í fjölmiðlum utan 'vesturlanda' var að í vestrænu fréttapressunni kom fram þessi saga um einhverja útlaga á seglabáti sem sprengdu upp gasleiðslurnar!? Einhverra hluta vegna virðist sú saga hafa verið fréttnæmari en ítarleg grein Hearsh? Þegar sagan af seglbátnum er skoðuðu er hún með miklum ólíkindum á allan hátt, og ennfremur ekki studd nokkrum haldbærum heimildum. Hvers vegna í veröldinni er henni hampaði í vestrænum fjölmiðlum, en ekki sögu Hearsh, sem hefur þó hans trúverðugleika á bak við sig og margvísleg efnisatriði sem unnt væri að kanna betur.

Hearsh og raunar fleiri hafa sagt þá sögu að í persónulegum samtölum við blaðamenn á stóru fjölmiðlum vesturlanda segi þeir að það viti allir að það voru Bandaríkin sem sprendgdu upp gasleiðslurnar, en það megi bara ekki fjalla um það. Þar virðist vera einhver pólitískur ómöguleiki á ferðinni.

Hér verður ekki rakið það galna hagsmunamat að Rússar hafi sjálfir sprengt upp sínar eigin gasleiðslur. Ég tel það með öllu óþarft og það fólk sem trúir því mun varla taka neinum röksemdum frá mér um það. Í því samhengi er samt rétt að árétta að þegar leiðslurnar voru sprengdar upp, var mikilvægi þeirra líklega aldrei meira pólitískt séð. Á þeim tíma voru risin upp hávær mótmæli í Þýskalandi, einkum vegna hækkandi orkuverðs. Gasleiðslurnar sem gátu borið gnótt af Rússnesku gasi til Þýskalands hefðu getað orðið meiriháttar vogarstöng fyrir Rússa í samningum við Þýskaland. Með því að taka þær úr leik voru Bandaríkin að koma í veg fyrir að Þjóðverjar féllu í þá freistni að semja við Rússa um eitthvað í tengslum við stríðið í Úkraínu í skiptum fyrir gas, nokkuð sem gæti dregið úr svokölluðum stuðningi við hernaðinn í Úkraínu. Mögulega voru Bandaríkin líka að senda þjóðverjum skilaboð um það hverjir það eru sem ráða lögum og lofum á vesturlöndum og móta stefnuna gagnvart restinni af heiminum. Aumkunarverð skrif Der Spiegel sem rakin eru í viðhengdri frétt benda til að þjóðverjar hafi móttekið skilaboðin.

 

 

 

 


mbl.is Sködduðu Úkraínumenn gasleiðsluna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 38988

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband