2.8.2021 | 19:58
Hvert er hlutfall bólusettra af innlögðum sjúklingum?
Þegar löngu, leiðinlegu og erfiðu ferðalagi þjóðarinnar gegnum covid virtist lokið og hjarðónæmi væri náð með bólusetningum þá blossar upp rétt ein smitbylgjan eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Í ljós virðist komið að bóluefnin gera lítið gagn í því að búa til hið langrþáða hjarðómæmi. Nokkuð sem er vondur skellur fyrir þreytta þjóð.
Ljóst er að við erum ekki komin á leiðarenda eins og margir héldu. Nú vitum við ekki einu sinni hvað er í raun framundan. Og ég heyri á fólki að þolinmæðin er heldur á undanhaldi.
Mitt mat á stöðunni er að aldrei hefur verið meiri þörf á gagnsæi og hispursleysi af hálfu heilbrigðisyfirvalda - ef hugmyndin er að þau og þjóð haldi áfram að ganga í takt. Þetta er orðin spurning um traust.
Núna er ekki tíminn til að fara að halda aftur upplýsingum sem margir bíða óþreyjufullir eftir. Stóra spurningin er vitaksuld, hver er verndin af bóluefnunum. Ég vil fá að vita það og vil sjá tölurnar héðan yfir það. Hráar og ómengaðar.
Svo, hvert er hlutfall bólusettra af innlögðum covid sjúklingum á Landspítalanum?
Einn á gjörgæslu í öndunarvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sá viðtal við írskan lífefnafræðing sem tekið var upp í kringum júlí í fyrra, þar sagði þessi maður ýmsa hluti varðandi covid og bóluefnin sem að miklu leiti ef ekki öllu, hafa ræst.
Það var eitt sem hann sagði varðand bóluefnin, þau munu ekki gera neitt gang þegar kemur að því að koma í veg fyrir það að þú fáir vírusinn en þau munu aftur á mót líklegast milda áhrifin, vísindamenn hafa reynt í eitthvað um 20 eða 30 ár að reyna finna bóluefni sem ver þig gegn þessum sars vírus en hefur ekki tekist það, þannig að það var aldrei séns fyrir þau að ná þessu á þessum 8 mánuðum sem lyfjafyrirtækin ætluðu að koma með vörn gegn vírusnum.
Mér sýnist að það sé þannig hjá okkur í dag að þessi bóluefni eru að virka að því leiti að milda veikina, en maður veit aldrei, þetta gæti mögulega líka verið að vírusinn er búinn að mildast sjálfur.
Halldór (IP-tala skráð) 3.8.2021 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.