20.3.2020 | 17:27
Stjórnvöld vantar upplýsingar sem tæki tvo daga að afla.
Til að meta þá fordæmalausu stöðu sem er komin upp og ekki síður til að plana aðgerðir er algerlega nauðsynlegt að vita hversu margir eru smitaðir af Covid-19 á Íslandi. Eins nákvæmlega og kostur er á skömmum tíma.
Þetta væri hægt að gera með prófunum á fólki sem er valið af handahófi úr Þjóðskrá.
Ef við vissum það mætti þrengja mjög hringinn um raunverulega dánartíðni og hversu hátt hlutfall sýktra þarf heilbrigðisþjónustu. Þegar eru vísbendingar í Íslenskum tölum um að veiran sé ekki næstum því eins skæð og lengi hefur verið haldið fram. Hér eru t.d. engin 20% sýktra á spítala. Sama hvernig er metið og reiknað.
Ef við vissum það gæti vel verið að það kæmi í ljós að sú aðferð að ætla að bæla niður og hægja á smitinu sé ekki sú besta. Eftir allt þá er óljóst hversu langan tíma sú vegferð tekur enn óljósra hvað tæki við eftir það. Það er ljóst að röskun og efnahagslegur skaði af þeirri aðferð er gríðarlegur og því meiri sem tíminn lengist. Mögulega með verri heilsufarslegum afleiðingum en flensan sjálf fyrir landsmenn. Fyrir nú utan allt hitt.
Þessara upplýsinga verður að afla eins fljótt og kostur er. Hvort sem verkefnið yrði sett í hendur Íslenskrar Erfðagreiningar eða annarra. Sjónarmið um persónvernd eða vísindasiðferði hljóta að víkja fyrir nauðsyn í þetta sinn.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 38999
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Prófanir ÍE eru nú ansi nálægt því að vera tilviljanakenndar. Þeir prófa engan sem hefur einkenni eða er í sóttkví. Niðurstaðan, síðast þegar ég vissi, er að um það bil 1% þjóðarinnar séu smituð. Það gerir um 3.600 manns. Samkvæmt því er hlutfall alvarlegra veikra nú ekki hátt.
En vandamálið liggur aðallega í afkastagetu heilbrigðiskerfisins. Há dánartíðni á Ítalíu er t.d. aðallega vegna þess að spítalarnir geta ekki tekið við veiku fólki og meðhöndlað það. Kínverjar byggðu spítala á tíu dögum.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.3.2020 kl. 23:56
Þakka þér athugasemdina Þorsteinn. Sammála þér í þessu. Það væri samt gott að útrýma ákveðnum efa kringum prófin hjá Í.E. Það er mögulegt að þeir sem óttist smit hafi helst skráð sig til prófana. Og að einhverjir þeirra hafi haft góðar ástæður til þess. En þar sem enn er líklega verið að prófa þá sem skráðu sig fyrir rúmlega viku ætti vægi þessa hóps að fara dvínandi. Þeir sem höfðu bestar ástæður til að skrá sig í próf hafa líklegast farið að sýna einkenni og helst út lestinni. Ég hef það á tilfinningunni að óvissan í kringum niðurstöður Í.E. veiti fólki ákveðið skáldaleyfi ef svo má segja. Það væri erfitt að deila á niðurstöður prófs sem byggðist á handahófsvali.
Ólafur Eiríksson, 21.3.2020 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.