17.12.2018 | 20:09
Áróðursstríð
ÉG las fyrir nokkrum mánuðum talsvert kringum hinn alræmda tröllabúgarð í Rússlandi. "Internet Research Agency" Lauslega og eftir minni var fyrirbærið stofnað í kringum Úkraínudeiluna af fúlum minni háttar auðkýfingi í Rússlandi, sem var fjarskalega ósáttur við hvernig málsstaður Rússa var settur fram í vestrænu pressunni. Evrópska pressan fjallaði eitthvað um fyrirbærið löngu áður en það varð frægt í tengslum við forsetakosningarnar í USA.
Það var meðal annars rætt við starfsólkið og í ljós kom að þarna unnu alls 80 manns á vöktum við að hamara boðskapinn á fartölvur inn á samfélagsmiðlana. Enginn þarna virtist hafa sérstaka menntun í tölvutækni eða áróðri eða pólitískum bellibrögðum, þetta var fólk af atvinnuleysisskránni sem vann vaktavinnu fyrir 70 þús iskr á mánuði. Heilt yfir var á þessu viðvaningsbragur sem benti ekki til að um umfangsmikla aðgerð af hálfu stjórnvalda væri að ræða. Borið saman við tröllvaxnar leyniþjónustur og njósnastofnanir vestursins sem stunda viðlíka starfsemi gegn fjölda ríkja - einkum Rússlandi þessi misserin - er þetta fremur fáfengilegt, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið.
Sú hugmynd að 80 manns með takmarkað vald á ensku hafi við þessar aðstæður haft áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í USA er hlægileg. Samanlagt hefur þessu fólki hugsanlega tekist að moka út jafn miklum áróðri yfir alla kosningabaráttuna og voldugar kosningavélar heimamanna hafa sent frá sér fyrir hádegi á meðal-degi. Þrátt fyrir gríðarlega leit tóks ekki að finna neinar tengingar milli þessa "rússa" áróðurs og aðgerða í raunheimum, nema hugsanlega 5 manns sem stóðu með mótmælaskilti á umferðareyju í Texas ríki. Aðspurð voru þau að tjá uppsafnaða óánægju áranna á undan og því líklega hreint ekki á valdi rússanna.
Tæknigeta Rússa er á mörgum sviðum óumdeild. Geimflauga og eldflaugatækni þeirra virðist vera í fremstu röð. Um þessar mundir eru þeir að selja fjölda ríkja S400 eldflaugavarnarkerfi sem þeir hafa lengi þróað og -ef marka má kaupendahópinn- það besta sem völ er á. Hernaðarsérfræðingar hvísla sín á milli að þeir séu komnir ríflega áratug framúr USA í þróun hljóðfrárra eldflauga og svo framvegis. Hinsvegar urðu Rússar tiltölulega nýverið fyrir umfangsmiklum tölvuárásum hvar innbrotsþjófar komust yfir gríðarlegt magn gagna frá stjórnvöldum, heilu gagnagrunnunum var hlaðið niður af vefþjónum þar meðtalið miklu magni viðkvæmra upplýsinga. Uppákoman var mjög vandræðaleg fyrir stjórnvöld og afhjúpaði að tölvuöryggi þarlendis var í hreinu skötulíki. Nokkuð sem bendir ekki til tæknilegra yfirburða eða sérstakrar færni Rússneskra stjórnvalda á tölvusviðinu sem gerir allar kenningar um víðækar tölvuárásir eða hökkun af þeirra hálfu ótrúverðugar.
Ef vinir vorir vestanhafs hafa áhyggjur af því að hrært sé í lýðræði ættu þeir að byrja áð því að líta í spegil. Þar næst ættu þeir að líta til Ísrael sem hrærir í innanríkismálum USA á degi hverjum.
Rússafóbía Breta og Bandaríkjamanna og grýlusmíðar gagnvart Rússum er löngu hætt að vera fyndin. Nær ekkert af því stenst skoðun.
Nýttu alla stærstu samfélagsmiðlana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.