5.5.2016 | 14:30
Guðni forseti
Mér er fyrirmunað að sjá eitthvað því til fyrirstöðu að Guðni leysi af Ólaf Ragnar á Bessastöðum. Í Salnum mæltist honum vel og Ólafur getur gengið á vit frelsisins áhyggjulaus verði Guðni forseti. Embættið verður í góðum höndum.
Forseti standi utan fylkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guðni er þá væntanlega inn á þeirri línu að forsetinn hafi ekki átt að skerast í leikinn í ICE-SAVE málinu sem dæmi þar sem ein fylkingin sem vildi samþykkja ICE-SAVE var í miklum minnihluta hjá þjóðinni sem var fylgjandi ríkisstjórninni sem þá sat til þeirra verka. Eins og flestir vita stoppaði þessi hraðferð sem lagt var upp með að keyra ICE-SAVE málið í gegnum þingið á forsetanum ekki einu sinni heldur tvisar. Ég persónulega vil forseta sem þorir að setja löppina fyrir þingið ef í óefni stefnir fyrir framtíð lands og þjóðar og leyfa þjóðinni í framhaldinu að kjósa hvað henni finnst um málið sem forsetinn sendir til þjóðarinar til að taka afstöðu sem þjóðin ein ber ábyrgð á með dómi sínum.
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 5.5.2016 kl. 14:54
Nei það sýnist mér ekki. Ég skildi ræðu hans þannig að hann teldi Ólaf hafa breytt forsetaembættinu til hins betra og að það væri hlutverk forseta að skerast í mál af tagi IceSave. Hann kvaðst síðan þeirrar skoðunnar að tiltekinn fjöldi kjósenda ætti að geta vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslur án þess að þurfa að ganga í blysför að Bessastöðum.
Ólafur Eiríksson, 5.5.2016 kl. 15:19
Já ekkert life bara nota tæknina en til að geta notast við tilgreindan fjölda kjósenda eins og þú segir að Guðni vilji sjá þarf að koma til stjórnarskárbreyting og það þarf tvö þing til að samþykkja slíkar breytingar svo það er varla inn í myndinni næstu fjögur árin að svo verði.
Er Guðni ekki á villigötum á hann ekki heima á þinginu til að ýta málum úr vör sem eru honum huglerikin?
Forsetinn hefur ekkert endanlegt vald í neinum málum það er þjóðin.
Mér finnst eins og Guðni sé ESB sinni í dulargerfi en vil samt taka það fram að það er ekki endanlegt mat á eftir að fylgjastt betur með honum og vonandi öðrum frambjóðendum sem fá vonandi sama pláss og Guðni í fjölmiðla umræðunni fram að kosningum
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 5.5.2016 kl. 15:49
Ólafur Ragnar hefur lýst áhuga á stjórnarskrármálum og kveðst hafa þar ýmislegt fram að færa. Mér vitanlega hefur hann ekki kveðið skýrt á um hvað hann á við með þessu. Mér hefur sýnst Ólafur hafa takmarkaðan áhuga á því að tiltekinn fjöldi kjósenda geti vikið málum í þjóðaratkvæði. Nærtækt dæmi þar um er þegar yfir 30.000 manns skoruðu á hann nýverið án þess að hann gerði neitt með þær áskoranir. Hugsanlega var Guðni að segja frá þessum stjórnarskrárvangaveltum, til að taka af allan vafa um að hann mundi ekki beita sér gegn breytingum á stjórnarskránni. En þetta eru bara mínar vangaveltur.
Restin kemur vonandi í ljós þegar fjölmiðlar stinga hljóðnema að frambjóðendum þegar nær dregur kosningum.
Ólafur Eiríksson, 5.5.2016 kl. 19:51
Forseta embættið getur ekki verið í góðum höndum hjá Samfylkingunni, eða öðrum þeim sem endilega vilja láta önnur samfélög bera á byrgð á okkur og eignum.
Hrólfur Þ Hraundal, 6.5.2016 kl. 09:01
Ég heyrði í Guðna í síðdegisþætti á Bylgjunni þar sem hann svaraði þeim "ásökunum" að hann væri ESB sinni. Áhyggjur þínar Hrólfur eru ástæðulausar ef marka má afdráttarlaus svör hans í þættinum. Ég hafði raunar aldrei áhyggjur af því.
Ég sé síðan að hér á blogginu eru menn að reyna að klína á Guðna ýmsum hroða. Sá málatilbúnaður er með slíkum ólíkindum að fæst af því sýnist mér svaravert, ef nokkuð.
Ólafur Eiríksson, 6.5.2016 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.