Árni Sigfússon og meðvirkir

Alvarlegur fjarhagsvandi steðjar að Reykjanesbæ. Það ætti engum að koma á óvart sem hefur fylgst með fyrirsögnum fjölmiðla síðasta rúman áratug. Fjármálastjórn bæjarins var með hreinum endemum á árunum fyrir hrun. Þar fór Árni Sigfússon fremstur í sínum flokki með tryggan stuðning meirihluta kjósenda.

Í kvöldfréttum RÚV sást bæjarstjórn Reykjanessbæjar í þungum þönkum yfir aðsteðjandi gjaldþroti sveitarsjóðs og viti menn: Þar blasti við enginn annar en Árni Sigfússon. Það hlýtur að vera mikill léttir fyrir íbúa sveitarfélagsins að vita að þessi fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er ekki langt undan á þessum erfiðu tímum. Í þeim flokki er jú ávallt lögð áhersla á trausta fjármálastjórn ef ég man rétt.

Þetta leiðir hugann að því hvaða erindi stjórnmálaflokkar eiga í raun inn í bæjarstjórnir. Eða, hvað hefur bæjarpólitík með landsmálapólitík að gera? Hver er munurinn á áherslum framsóknar, sjálfstæðisflokks eða samfylkingar í sveitarstjórnarmálum? - svo einhver dæmi séu tekin.

Þegar ég hef velt þessu upp hefur svarið oft verið á þá leið að það sé baklandið í flokknum sem skipti svo miklu máli. Með því að bjóða kjósendum upp á þekktan stjórnmálaflokk viti fólk fyrir hvað viðkomandi standi, nokkurn veginn í það minnsta. Gott og vel, þetta hljómar ekki ósennilega og gæti verið skynsamlegt ef bakland stjórnmálaflokka miðlar bæði reynslu, þekkingu og ennfremur ábyrgð til sinna frambjóðenda í sveitarstjórnum.

Þá komum við aftur að Árna sem situr enn í umboði Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Í hans tilviki virðist flokkurinn ekki hafa miðlað reynslu, þekkingu eða ábyrgð til íbúa Reykjanesbæjar. Það var eitthvað allt annað sem þeir fengu fyrir atkvæði sín síðustu árin. Sumt af því var reyndar í takt við ríkjandi hugmyndafræði flokksins, en látum það vera.

Það er sérstakt rannsóknarefni hvernig stendur á því að Árni er enn oddviti Sjálfstæðismanna í þessu mikla vígi flokksins. Mér sýnist að hér ráði alfarið liðsheildin, þessi takmarkalausa fylgispekt og gagnrýnisleysið sem einkennir liðsmenn og fastafylgi stjórnmálaflokka. Þar virðist Sjálfstæðisflokkur vera í sérflokki. Meðvirkni er sennilega rétta orðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

tek undir þetta, ótrúleg fylgisspekt, nánast eins og trúarbrögð en ekki pólitík. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2016 kl. 18:25

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Trúarbrögð, já því ekki Ásthildur?

Annars er þetta enn skrítnara þegar haft er í huga að Árna og hans lið mætti sem best afskrifa einmitt undir þeim formerkjum að hann rísi ekki undir hlutverkinu sem oddviti eða fulltrúi flokksins. Slíkt væri gæðsastimpill fyrir flokkinn og honum til framdráttar til lengri tíma litið. En það er víst ekki þannig sem þetta virkar!

Ólafur Eiríksson, 4.5.2016 kl. 18:47

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það virkar ekki þannig.  Ungt par í Reykjanesbæ sagði þegar Árni var bæjarstjóri að fólk þar fengi ekki vinnu nema vera í sjálfstæðisflokknum.  Og ég segi nú bara það er ekki eini staðurinn sem svo er um þegar sjálfstæðisflokkur ríkir.  

Það myndast einskonar múgsefjun hjá sjálfstæðismönnum, ég get ekki útskýrt það.  En svoleiðis er það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2016 kl. 10:25

4 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Hélt að þessir tímar væru liðnir Ásthildur, en sennilega er það bara bjartsýni.

Ólafur Eiríksson, 5.5.2016 kl. 14:02

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir eru liðnir í bili í Reykjanesbæ, en það eru aðrir bæir til.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2016 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband