Vertu blessaður Sigmundur

Á þessu örbloggi er bæði sjaldan og lítið fjallað um pólitík. Nú er hinsvegar tilefni til að kveðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráherra og þakka honum unnin störf.

Málið byrjar þannig að Sigmundur er spurður af sænskum fréttamanni út í aflandsfélög almennt og síðan hreint út um hans eigið félag Wintris. Svörin hljómuðu sannarlega eins og ósannindi og svo undansláttur samhliða fáti áður en hann sleit viðtalinu.

Í kjölfarið birtir eiginkona hans færslu á facebook til að svara "gróusögum". Já hún sagði gróusögum. Málsvörn forsætisráherra síðan hefur byggst á því að hann hafi gefið allt upp til skatts annarsvegar. Hinsvegar að um sé að ræða pólitíska aðför að sér af hálfu RÚV og fleiri aðila. Og svo eru þeir sem hafa gagnrýnt hann ýmist klappstýrur útrásarinnar og fjármálaóreiðu eða eitthvað þaðan af verra.

Viðbrögðin eru semsé: Ósannindi, hálfsannindi og svo það versta af öllu, ómálefnalegt skítkast og óhróður um saklaust fólk.

Aflandseyjamálið hefði hugsanlega mátt fyrirgefa Sigmundi undir öðrum kringumstæðum. En viðbrögð hans við málinu eru ófyrirgefanleg.

Farvel Sigmundur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband