14.3.2016 | 14:07
Er uppbygging við Hringbraut lausn á bráðavanda spítalans?
Helsta röksemdin gegn breyttum plönum við byggingu nýs Landspítala er tímaskortur. Lengi sé búið að plana, of seint að hætta við, allir mælar löngu fullir og kominn tími á framkvæmdir. Gott og vel.
Hér er bráðavandi spítalans, sem er mjög raunverulegur og okkur til skammar, orðinn að lyftistöng fyrir óheppilega staðsetningu spítalans til framtíðar. Fyrirhugaðar framkvæmdir við Hringbraut eru þó ekki miðaðar til að taka á bráðavanda spítalans. Gangi plön eftir verður hægt að byrja að nota eitthvað af þeim eftir hvað, 5 ár? Í millitíðinni verður allt á rúi og stúi á Landspítalalóðinni vegna framkvæmdanna sem munu síðan standa mun lengur. Bráðavandinn mun því fara áfram versnandi.
Hvað með að líta á bráðavanda spítalans sem sérstakt og aðskilið mál og leysa það með byggingu einfaldra bygginga við Landspítalann til að fleyta honum yfir næstu ár. Einfalda ódýra fermetra til að brúa bilið. Eins hratt og kostur er.
Finna síðan góðan stað fyrir Landspítalann til framtíðar (Vífilsstaðir, Keldnaholt ...) og byggja þar nýjan spítala frá grunni. Sú framkvæmd ætti ekki að þurfa að taka lengri tíma en fyrirhugaður bútasaumur við Hringbraut. Líkur eru á að útkoman yrði miklu betri.
Þetta væri hægt í landi þar sem stjórnmál eru list hins mögulega. Ekki hins ómögulega eins og virðist vera raunin hér.
Frestun fullkomið ábyrgðarleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.