Stöðvum slysið við Hringbraut

Engra skýringa þarf að leita í hreppapólitík, eða pólitík yfirleitt - þau efnisatriði sem Sigmundur rekur standa sjálf sem frambærilegar röksemdir gegn Hringbrautarslysinu. Fyrsta varðan á þeirri leið var sá skipulagslegi óskapnaður sem er hinn nýi hluti Hringbrautar. Einskonar flugbraut til viðbótar við þær sem fyrir voru í Vatnsmýri sem spannar óhemju landflæmi í hjarta borgarinnar. Rækilega stífluð við sitt hvorn enda á álagstímum!

Næst má nefna það sem kemur í hugann í hvert sinn sem sækja þarf þjónustu á Landspítalann sem er bílastæðavandinn. Sem er nú þegar ærinn. Ótal hringi hef ég ekið um plönin í leit að bílastæði og oft hugsað; hvar á svo að leggja þegar búið er að byggja öll ósköpin til viðbótar?

Eins og Sigmundur rekur mun þessi fyrirhugaða framkvæmd verða bútasaumur, rándýr og tæknilega erfiður með ómældu raski fyrir íbúa og sjúklinga á Landspítalanum. Í leiðinni verður að gera við og breyta og bæta núverandi byggingar með enn meira raski og tilkostnaði. Þeir sem hafa baslast í verklegum framkvæmdum að einhverju ráði vita væntanlega hverskonar krókaleiðir og ranghala þeir þurfa að elta til að ljúka slíkum verkum. Kostnað er illmögulegt að áætla fyrirfram og megin reglan er sú að hann fer langt fram úr áætlunum. Jafnvel raunsæjum áætlunum. Á móti kemur síðan að þó núverandi byggingar henti ekki lengur fyrir spítalarekstur óbreyttar eru þær sannarlega á dýrum stað og ríkið ætti að fá umtalsverða fjármuni fyrir þær fari málið þá leið að byggt verði annarsstaðar.

Og í þessu öllu skal berjast til að koma fyrir nýjum spítala þar sem er í raun ekki pláss fyrir hann, þar sem möguleikar á frekari stækkun í framtíðinni eru hverfandi og fyrirséð er að spítalinn í fyrirhugaðri mynd verði hvort eð er of lítill eftir tvo áratugi eða svo. Á stað sem sífellt færist fjær því að vera nokkurskonar miðja höfuðborgarsvæðisins. Stað þar sem tafir vegna umferðar eru þegar reglan á álagstímum og munu áreiðanlega fara versnandi.

Óskiljanlegt er hversu lengi og hversu langt þessar dellu-hugmyndir hafa komist. Gott væri að fólk tæki niður pólitísk hestagleraugu og legði pólitíska sagnfræði á hilluna um stundarsakir og melti það sjálfstætt í hjarta sínu hvort að þessar fyrirhuguðu framkvæmdir séu virkilega besta leiðin í þessu stóra máli. Í dag og til framtíðar.

 


mbl.is Vill nýjan spítala á Vífilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

https://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/35451

Það gæti orðið vandi, stjórnarflokkarnir stefna í sitt hvora áttina.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.3.2016 kl. 16:29

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

hvers vegna er VATNSMYRIN  einhver nafli REYKJAVIKUR  ? Er það gamla tuggan um að ALLIR HELSTU MENN BORGARINNAR ERU VESTURBÆINGAR  '?

 Það erU LÓÐIR VIÐ SJÓ KRINGUM ALLT ÍSLAND.

 Reykjavikurborg telur sig geta selt flugvallarstæðið undir villur auðmanna.

 en - hvað kostar nyr flugvöllur ?

 ætlar borgin að borga hann - eða er stefnan bara út úr landinu ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 11.3.2016 kl. 20:28

3 identicon

Fjölmargir Saxar á Hringbraut vilja Hringavitleysuna. Af hverju? Kannski af því að mafíur stjórnast hvorki af rökhugun né góðsemi, heldur græðgi! Þeir eiga hvorki að fá að koma nálægt almannafé né ráðstöfun þess - og eiga til þess engan rétt umfram almenna skattgreiðndur! money-mouth

Hananú (IP-tala skráð) 11.3.2016 kl. 23:35

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tek undir hvert orð þitt, Ólafur.  Borgaryfirvöld vantar greinilega heildaryfirsýn og sulla öllu saman sem á ekki saman.  Leggja niður flugvöllinn, byggja nýjan landsspítala í þrengslunum á holtinu, leggja hömlur á bílasamgöngur og láta alla hjóla.  Með þessu móti virðist beinlínis stefnt að því að spítalinn verði einkasjúkrahús í göngu/hjólafæri fyrir íbúa R-101.  (Rétt að geta þess að sjálf er ég þó íbúi í R-101)  :)

Kolbrún Hilmars, 12.3.2016 kl. 12:31

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er einhver ómerkilegasta innkoma stjórnmálamanns sem sögur fara af.

Svokallaður forsætisráðherra er gjörsamlega langt útá túni.  

Þetta er orðið sjálfstætt efnahags- og samfélagsvandamál þessi framsóknarskussi.

Þvílíkir aumingjar sem framsóknarmenn geta verið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2016 kl. 12:56

6 identicon

Ómar Bjarki! 

Hvað er rangt af því sem forsætisráðherrann sagði? 

Sumarliði (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 38971

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband