23.2.2013 | 06:16
Er engin lausn að banna verðtryggingu?
Nokkrar athugasemdir:
Verðtrygging færir fjármuni frá skuldurum til lánadrottna og eykur um leið peningamagn í umferð sem almennt er viðurkenndasti verðbólguvaldur hagfræðinnar. Nokkuð sem ætti að taka til athugunnar í ljósi stöðu gjaldmiðilsmála hérlendis.
Vísasta leiðin til að keyra upp verðlag á hlutum sem eru í takmörkuðu framboði, eins og t.d fasteignum, er að auðvelda aðgengi að lánsfé. Fyrirkomulag verðtryggðra lána til fasteignakaupa felur raunverulegan lántökukostnað fyrir lántakendum og ýtir undir lántökur sem eru þeim ofviða með lágri mánaðarlegri greiðslubyrði í upphafi. Þetta keyrir upp verðlag á fasteignum. Auðveld er að færa rök fyrir því að t.d í USA væri þetta lánafyrirkomulag kallað "lygalán". Þetta stangast á við hugmyndir um neytendavernd og er síðan sjálfstæður þenslu- og verðbólguvaldur.
Ríkið og fjármálastofnanir eru varin fyrir verðbólgu með verðtryggingu og hafa því ekki beina hagsmuni - til skemmri tíma a.m.k - að halda verðbólgu í skefjum. Flestir eru sammála um að engum sé til að dreifa sem ráða meiru um verðbólguþróun en einmitt þessum aðilum! Hér liggur verulegur verðbólguhvati grafinn.
Ítrekað hefur verið rakið hvernig víðtæk notkun verðtryggingar geldir stjórntæki Seðlabankans - stýrivextina - til að hafa áhrif á þenslu og verðbólgu. Svo rammt hefur kveðið að þessu að sagan sýnir að þetta stjórntæki Seðlabankans er að heita má gagnslaust. Fyrir því eru þó vissulega fleiri ástæður.
Sagan geymir síendurtekin og óteljandi dæmi um skráning eða nafnvirði gjaldmiðla fer gjörsamlega úr sambandi við raunveruleikann. Það er saga nútíma peningakerfisins. Í kjölfar slíkra atburða fylgja kreppur, gjaldþrotahrynur, verðbólguskeið og fleira skemmtilegt. Niðurstaðan er alltaf sú sama - verðmæti sem voru aldrei til skila engum arði. Óborganlegar skuldir fást ekki greiddar. Verðtrygging breytir því ekki.
<o>
Af ofansögðu má vonandi ráða að þjóð sem er í vandræðum með eigin gjaldmiðil (fyrir nú utan allt hitt) ætti að íhuga það mjög alvarlega hvort ekki væri skynsamlegt að draga sem allra mest úr notkun verðtryggingar.
Loks er hér tillaga: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir leggi próf fyrir fundarmenn - þeir skili útreikningum á verðtryggðu annuitets láni til 40 ára á servíettu og hafi til þess eina klukkustund. Niðurstaða prófsins verði síðan höfð til hliðsjónar þegar metið er hvort að verðtryggð lán séu boðleg almennum neytendum sem valkostur á frjálsum markaði.
Ps:
Hér verður ekki farið út í aðalatriði, eins og t.d hversu von- og vitlaus sú hugmynd er að ætla að verðtryggja og vaxtareikna fjármuni í kerfi sem byggir á ósjálfbærum væntingum um hinn endalausa veldisvöxt hagkerfa. Sem er að sjálfsögðu fullkomlega galin hugmynd í takmörkuðum heimi. Bæði í bráð og lengd.
Engin lausn að banna verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.