Næst á dagskrá í fjármálakreppunni: Gjaldmiðlastríð

Öfugt við það sem stýrimenn heimsins halda á lofti í heimspressunni siglir fjármálakreppan sem hófst 2007 áfram á fullum þunga. Eðlilega - fjármálakerfið fór á nasirnar og það verður akki endurreist í óbreyttri mynd. Einmitt þannig enda öll ósjálfbær kerfi - merkilegt nokk! Spurningin er einungis hversu lengi er hægt að sigla milli brimskaflanna áður en brotsjór færir þau í kaf. Gríðarlegum skuldum bankakerfisins hefur verið velt yfir á skattgreiðendur hins vestræna heims, ekki síður hafa seðlabankar tekið ógurlegt magn lélegra skuldapappíra á bækur sínar í skiptum fyrir lán til fjármálakerfisins - og halda því þannig á floti.

Bandaríkin eru búin að endurfjármagna sitt bankakerfi og eftir situr alríkið með ríkisrekstur í uppnámi; sumir segja það endanlega komið á hausinn enda fjármagnar bandaríski seðlabankinn fjárlagahalla upp á um 1000 milljarða dala árlega. Það kalla þarlendir fjárfestar peningaprentun og spyrja að leikslokum!

Evrópa aftur á móti hefur enn ekki endurfjármagnað sitt bankakerfi, en þess í stað blásið upp björgunarsjóð. Sá sjóður er reyndar galtómur eins og bankakerfi álfunnar og lifir einungis á trausti bakhjarla hans sem eru ríkissjóðir aðildarríkjanna. Því miður hefur engu verið reddað í vondri stöðu jaðarríkja sambandsins sem eru kyrfilega gjaldþrota og verða það áfram um fyrirsjáanlega framtíð. Ekkert nema stórkostleg niðufelling skulda getur bjargað þeim - niðurfelling sem mun ríða bankakerfi álfunnar að fullu.

Japanska ríkið er sem kunnugt er gjaldþrota og þar mun draga til verulegra tíðinda innan örfárra missera þegar spilaborgin riðar til falls. Það haldreipi um að skuldir Japanska ríkisins séu ekkert vandamál af því að þær séu fjarmagnaðar með innlendum sparnaði er um það bil slitið. Innlendur sparnaður og afgangur af utanríkisviðskiptum hefur hingað til haldið fleyinu ofansjávar, en sú þróun virðist komin á endastöð. 

Öll eiga þessi svæði það sameiginlegt að gengisfelling mundi lappa upp á bókhaldið innanlands. Samkeppnishæfni og útfluningur eru jú háð skiptagengi gjaldmiðla og þrátt fyrir hjal pólitíkusa um að þeirra gjaldmiðill sé sterkur og stöðugur þá þrá þeir fátt heitar en að hann falli svolítið í verði til að "samkeppnishæfnin" batni, útflutningur aukist og að skuldir í heimagjaldmiðlinum falli að raunvirði.

Eftir kosningarnar í Japan hefur jenið hríðfallið í samræmi við yfirlýsingar nýrrar stjórnar, í takt hefur hlutabréfamarkaður í Japan hækkað verulega. í kjölfar sirkusins vestra um fjármálahamarinn hefur bandaríkjadalur gefið talsvert eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum. Allt er það gott og blessað, fyrir utan að samkeppnisaðilarnir eru ekki ýkja hressir. Þannig kvartaði Jean-Claude Juncker forseti hóps fjármálaráðherra ESB yfir því í gær að evran væri orðin of sterk! Bloomberg segir frá áhyggjum rússa um að gjaldmiðlastríð séu yfirvofandi. http://www.bloomberg.com/news/2013-01-16/russia-says-world-is-nearing-currency-war-as-europe-joins.html

Í dag lýstu síðan þjóðverjar því yfir að þeir ætluðu að færa umtalsverðan hluta gullforða síns frá Bandaríkjunum og heim. Einnig ætla þeir að taka heim þann hluta gullforðans sem geymdur er í Frakklandi. Spurningin er - hvers vegna vilja þjóðverjar taka gullforða sinn heim til þýskalands núna? Getur verið að þeim þyki það betra og öruggara en að geyma hann erlendis.. hvers vegna skyldi það nú vera? Þeir voru varla búnir að sleppa orðinu þegar CDU flokkurinn í Hollandi lýsti því yfir að þeir ættu að gera slíkt hið sama. Spurningin er hvað gerist þegar traustið milli hinna stóru seðlabanka, milli G10 ríkjanna þverr. Bill Gross, forstjóri PIMCO - stærsta fjárfestingasjóðs veraldar varpaði þessu fram á Twitter í gær eða fyrradag: "Gross: Report claims Germany moving gold from NY/Paris back to Frankfurt. Central banks don’t trust each other?"

Hingað til hefur hruni fjármálakerfisins verið afstýrt með samhæfðum aðgerðum helstu seðlabanka - sem margir telja raunar að sé einungis plástur á skotsár og frestun á einhverskonar stórkostlegu uppgjöri fjármálakerfisins - jafnvel hruni - svo gripið sé til þess leiðinda orðs. Ef traustið þverr eins og nýlegar aðgerðir benda til þá getur dregið hratt til tíðinda.

Góðu fréttirnar eru að við erum enn í gjaldeyrishöftum! Enn betri fréttir eru að íslenska stjórnmála- og hagfræðingastéttin virðist grunlaus um þessa miklu alþjóðlegu framvindu og reynir ekki að ræða stöðu Íslands eða viðbrögð við henni. 

Guði sé lof! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 38995

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband