Íþróttafólk sem fyrirmyndir

Einhversstaðar og einhverntímann fæddist sú hugmynd að íþróttamenn væru góðar fyrirmyndir. Sú hugmynd er í takt við kenninguna; "Heilbrigð sál í hraustum líkama" Þessi hugmynd lifir enn mjög góðu lífi, raunar svo góðu að ætla mætti að íþróttafólk sé einhverskonar æðri stofn - í flokki með kóngafólki og kvikmyndastjörnum.

Nú er nokkuð þekkt hvað þarf til að verða topp íþróttamaður: heppilegar erfðir, góða heilsu, viðunandi atlæti, gríðarlega ástundun og loks andleg geta til að skila árangri á réttum stað á réttum tíma.

Án þess að gera á nokkurn hátt lítið úr þessu, þá er greinilegt að þetta nægir ekki til að vera góð fyrirmynd upp á nútíma kröfur. Dagleg birtingarmynd þess er sífellt japl og jaml og fuður í fjölmiðlum um misgjörðir íþróttafólks utan vallar og jafnvel alla leið inn í innstu kima einkalífs. Þannig er íþróttafólk orðið að sífelldri hneykslunarhellu.

Þetta er semsé eins og allir vita; að íþróttafólk jafn misjafnt og það er margt og ef frá er talið líkamlegt atgervi, engu betri fyrirmyndir en aðrir.

Í þessu ljósi eru kröfur um hegðun íþróttafólks utan vallar fremur skringilegar. Krafan virðist vera að það eigi að vera kurteisar og andlega ferkantaðar íþróttavélar sem styggja engann og halda sig kyrfilega innan ramma félagslegs réttrúnaðar og viðurkenndra skoðana. Að vera settlegir auglýsingastandar fyrir kostendur.

Skammt er að minnast þess þegar fjölmiðlar fóru hamförum yfir golfaranum Tiger Woods sem stundaði framhjáhald í heildsölu. Slíkt þótti varpa afar slæmu ljósi á "sportið". Einn keppinauta Tiger sagðist aðspurður(af lafmóðum fréttahauk) ekki átta sig á því hvað einkalíf Tigers kæmi sér eða sportinu við! Ég man að mér þótti tilsvarið gott og afhjúpa skemmtilega innihaldsleysið í málinu sem var alfarið persónulegt fyrir meistarann og hans fjölskyldu.

Kannski væri upplagt fyrir fjölmiðla að hætta að hefja íþróttafólk á aðra stalla en það verðskuldar og einbeita sér að því sem gerist á keppnisvellinum!?


mbl.is Hvað mega enskir landsliðsmenn gera?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svartur à leik

Krimer (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband