Eins og til var sáð á fasteignamarkaði

Útlán í fjármálakerfinu fóru úr böndunum í góðærisblöðrunni. Vopnaðir gnótt lánsfjár börðust Íslendingar sín á milli um fasteignir, sem olli ósjálfbærri verðhækkun. Gríðarlega hár kostnaður lánanna var falinn í verðtryggingunni og gengistengingum. Greiðslumatið var slappt og krafa um útborgun engin í mörgum tilvikum. Þetta er hið íslenska sub-prime.

En það er ekki nóg með að þessi mikla útlánaþensla þrykkti fasteignaverði í ósjálfbærar hæðir heldur kynti hún líka undir neyslu langt umfram getu hagkerfisins. Sem olli miklum og langvarandi hallarekstri á gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar og rýrði þar með verðgildi krónunnar stórkostlega. Afleiðingarnar eru að sjálfsögðu gengisfall og verðbólga.

Jafnvel án helstu ævintýra útrásar- og hringrásarvíkinga og án hrikalegs brasks bankavina hefði fjármálakerfið íslenska hrunið í fjármálakreppunni. Alveg eitt og óstutt. Í þessum efnum mun ekkert breytast fyrr en fókusinn er settur á rétta hluti.


mbl.is Höfum ekki lengur efni á meðalíbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 39033

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband