20.9.2012 | 17:58
Ekki kaupa köttinn í sekknum - 3G er ekki bara 3G
Ef til stendur að kaupa snjalltæki, t.d síma eða tölvu, með nettengingu gegnum símkerfið er ágætt að hafa í huga;
Til þess að hafa símasamband á Íslandi þarf tækið að styðja GSM tíðnir 900 eða 1800Mhz, helst báðar. Gegnum þessar tíðnir er hægt að fá (afar) hægt netsamband t.d GPRS, EDGE.
Til þess að fá hraðara netsamband sem gerir kleyft að vafra um netið og jafnvel kíkja á youtube er 3G málið. Eftir því sem ég kemst næst eru tvær tíðnir notaðar fyrir 3G hér; UMTS-900 og UMTS-2100Mhz.
UMTS-2100MHz býður upp á hraðara samband en hefur minni drægni, sem þýðir að hún er bundin við helstu þéttbýlisstaði. Ég held að ég ljúgi engu þegar ég segi að flest 3G tæki styðji þessa tíðni.
UMTS-900Mhz er það sem síminn kallar 3GL, eða langdrægt 3G. Hún býður ekki upp á jafn mikinn hraða og 2100 en næst miklu mun víðar. Þessi tíðni er því einkar mikilvæg til að halda sæmilegu netsambandi utan helstu þéttbýliskjarna. Einungis hluti 3G tækja styðja þessa tíðni og sum eru því sambandalaus nema þar sem þau ná í 2100Mhz - sem er óvíða hérlendis. Ástæðan fyrir þessum pistli er einmitt sú að ég er með 3G lykil frá TAL sem styður alls ekki þessa tíðni og er því að heita má netsambandslaus utan þéttbýlis!
Seljendur tækja nota gjarnan skammstöfunina WCDMA yfir 3G tíðnir sem mér sýnist að þýði u.þ.b það sama og UMTS.
Hér er dæmi um lýsingu á snjallsíma;
Connectivity Technology: GSM network & WCDMA - Standard SIM card (Dual SIM)Network Band: GSM 850/900/1800/1900 MHz & WCDMA 850/2100MHz
Þessi sími virkar á Íslenska GSM kerfinu með bæði 900 og 1800MHZ tíðnir studdar.
Hann virkar líka á 3G, en einungis á 2100 Mhz - 900Mhz tíðnina vantar. Hann styður aftur á móti 850Mhz 3G sem er notað vestan-hafs og víðar, en ekki hér.
Annað dæmi;
Dual SimCard Dual Standby/ Single Card
Unlocked 2G GSM 800/850/1800/1900MHz
3G WCMDA 850/1900/2100MHz
Þessi sími styður ekki 900Mhz GSM tíðnina sem þýðir væntanlega að hann hefur takmarkaða notkunarmöguleika sem sími í dreifbýli og hann styður ekki heldur 900Mhz 3G sem útilokar langdrægt 3G hérlendis eins og áður sagði.
Loks er hér einn sem styður þær GSM og 3G tíðnir sem notaðar eru á Íslandi.
WCDMA 900/2100,GSM 850/900/1800/1900 |
Viðbótarupplýsingar og leiðréttingar eru vel þegnar í athugasemdum.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.