13.12.2011 | 21:19
Heilsuferðir fyrir auðtrúa Bandaríkjamenn?
Það er ansi sérstakt að sjá íslensk stjórnvöld veita þessu framtaki "hvatningarverðlaun í heilsuferðaþjónustu". Við lestur þessarar stuttu fréttaklausu vaknar spurningin; hvað er heilsuferðaþjónusta, eða hvaða merkingu leggja stjórnvöld í hugtakið?
Fram kemur í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu að verkefnið Heilsa og trú felist í að bjóða heilsuferðir fyrir trúaða Bandaríkjamenn þar sem hver hluti verkefnisins sé nátengdur heilbrigði og trú með sterkri tilvísun í íslenska náttúru og menningu. Um sé að ræða 14 daga hreinsandi meðferð, kennslu á andlega sviðinu og leiðtogaþjálfun samhliða föstu.
Án þess að vita hvað felst raunverulega bak við þessa skrautlegu frasasúpu - sem gæti sem best verið samsoðin á markaðskontór - þá þykir mér ólíkegt að nokkur eining sé meðal heilbrigðisstétta um gagnsemi þessarar meðferðar og réttmæti eða siðferði þess að tengja hana heilsu yfirleitt.
Sé það hugmyndin að byggja hér upp trúverðuga heilsutengda ferðaþjónustu þá hlýtur að þurfa að velta því fyrir sér hvaða kröfur skal gera til hennar þannig að hún rísi undir nafni.
Nú er það hugsanleg, þó að mér sé ekki kunnugt um það, að heilsuþarfir trúaðra Bandaríkjamanna séu með öðru sniði en okkar hinna en við lestur fréttarinnar sýnist mér markaðshjalið fremur beinast að auðtrúa Bandaríkjamönnum en trúuðum. Kannski er það gott og blessað - en vinsamlegast ekki gera það undir gæðastimpli Íslenskra stjórnvalda í tengslum við heilsutengda ferðaþjónustu.
Heilsa og trú fékk hvatningarverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.