9.12.2011 | 14:24
Bestu þakkir til starfsólks deilar 13E á Landspítalanum.
Fyrir rúmri viku var ég fluttur láréttur inn á Meltingar- og nýrnadeild 13E á Landspítalanum. Eins og gefur að skilja kom þetta ekki til af góðu einu heldur höfðu nýrun tekið sér ótímabært frí og ástandið var hreint ekki gott.
Á öðrum degi var ég sendur í aðgerð sem skilaði bráðum og góðum bata og í morgun brokkaði ég síðan lóðréttur út af deildinni við góða heilsu. Framundan er lyfjameðferð og ég er bjartsýnn á að ég fái fulla bót meina minna.
Nú er það almennt þannig að sjúkrahúslega er ekki ofarlega á óskalistanum hjá fólki og það er virkilega góð tilfinning að útskrifast út af spítala. Í mínu tilviki er það vitnisburður um þá frábæru þjónustu sem ég fékk á 13E að það var ekki laust við að ég finndi til söknuðar þegar ég kvaddi.
Eftir að hafa fylgst með starfinu á þessari annasömu deild í vikutíma og séð alla þá fagmennsku og alúð sem sjúklingar njóta í sínum uppákomum fyllist maður þakklæti og virðingu.
Bestu þakkir fyrir mig og kærar kveðjur á 13E.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.