Sjíle!?

Fyrstur manna skal ég viðurkenna að ég hef ekki hundsvit á því hvort að gott sé að íslenska erlend nöfn, eins og t.d Chile. Síle eða Chile - það er spurning hvort er betra. Ef fólk vill forðast C-ið þá er Síle fínt. En þessi ritháttur Sjíle þykir mér ekki falla mjög vel að íslensku. Og til hvers er þá barist?

Sjá umræðu um þetta hérna

 


mbl.is Nýtt skip Ísfélagsins sjósett í Síle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Best að vera ekkert að breyta og halda því sem venjan hefur skapað ? þrátt fyrir lítið samræmi. Höfum það því Chile, Kúba, Thaíland, New York, Chicago, Osló, Stokkhólmur, Kaíró, Brasilía o.s.frv.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.5.2011 kl. 23:55

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sammála Emil.

Ólafur Eiríksson, 19.5.2011 kl. 16:57

3 identicon

Hmm Ólafur Eiríksson, skrifar skemmtilegt blogg þar sem m.a. kemur fram í einu þeirra að hann notar Linux? Skyldi hér á ferð vera hinn eini sanni Ólafur?

muriel (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 22:25

4 Smámynd: Ólafur Eiríksson

 Ja hver annar?

En ert þú hin eina sanna muriel?

Ólafur Eiríksson, 22.5.2011 kl. 03:05

5 identicon

Ójá kallinn minn. Er samt ekki viss um að þú viljir þekkja mig lengur þar sem ég hef svikið málstað Anti Toyota klúbbsins og keyri nú um á Toyotu sem gengur undir nafninu Tanni, eftir hinum látna hundi Davíðs Oddsonar...

muriel (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 03:53

6 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Já, okey þetta er þá þú! Ég ætlaði ekki að þekkja þig svona fullklædda.

Það er greinilegt að ég þarf að fara að yfirfara félagatal Anti Toyota klúbbsins við fyrstu hentugleika og taka þar til. Tanni heitinn var - ef marka má fregnir- mesti ljúflingur og beit Davíð aldrei, eða allavega ekki meira en svo að karlinn náði að verða ritstjóri. Ég veit ekki alveg hvort að það er við hæfi að skíra Toyotu eftir honum en það er samt ekki nægt að neita því að nafngift af dauðum hundi hæfir þeim verkfærum ágætlega.

Ólafur Eiríksson, 22.5.2011 kl. 09:44

7 identicon

Það kom ekkert annað til greina þegar bílnúmerið reyndist vera TN og foringinn á fullu á þeim tíma að reyna að knésetja gæjann minn sem hafði vogað sér að gagnrýna hann opinberlega. En svo ég kommenti nú á bloggið þá er ég alfarið á móti þessum málræktarfasisma að íslenska erlend sérnöfn. Kænugarður, Lundúnarborg og ég tala nú ekki um þegar þetta gengur svo langt að íslenska nöfn fólks: Játvarður og annað í þeim dúr.

muriel (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 12:38

8 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Ég hef svo takmarkað vit á þessu að ég þori varla að dýfa litlu tánni í málfars-laugina. Þegar þessi færsla var skrifuð var tilefnið viðhengd grein mbl.is þar sem Chile var skrifað Sjíle bæði í fyrirsögn og texta "fréttarinnar". Skömmu síðar var þessu breytt í Síle þó að greinarskrifara hafi yfirsést eitt Sjíle í textanum sem enn stendur þegar þetta er skrifað.

Mér finnst betra að segja Kaupmannahöfn en København, að ekki sé talað um ensku útgáfuna; Copenhagen. Málið versnar þegar um er að ræða sérnöfn í fjarlægum álfum sem nota framandi tungumál. Þar er það spurning hvort að nota skuli heitið á frummálinu eða ensku útgáfuna?

Eða hvort er betra að tala um:

?京, Beijing, eða Peking ?

Úr því sem komið er held ég að það borgi sig ekki að hafa of miklar áhyggjur af samræmi í þessum efnum, líklega best að hafa það sem best hljómar. 

Gaman að sjá þig muriel!

Ólafur Eiríksson, 23.5.2011 kl. 02:02

9 identicon

jams þetta er snúið mál. Hei nú verðurðu að vera duglegur að blogga fyrst ég fann þig aftur því ég er mikið við tölvuna að vinna og leiðist ofsalega stundum og þá er gott að hafa valkost við amx.is þegar mann langar að skellihlæja að einhverju bulli!

Hei hvað er annars að frétta. Ertu kominn með konu, hjákonu, skutbíl og 2,3 börn? Búinn að fara í svuntuaðgerð og strekkingu? 

Ég er með mann, engin börn, kött og bíð eftir 2 fyrir einn tilboði á brjóstastækkun.

muriel (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 14:27

10 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Ég er óttalega latur bloggari og að mestu húmorslaus. Allavega miðað við stuðpinnana á amx.is ....... þannig að ég lofa engu.

Heyrðu, ég er kominn með tvær konur. Eiginmenn þeirra eru, sem betur fer, enn grunlausir um málið!

Ólafur Eiríksson, 24.5.2011 kl. 12:29

11 identicon

Hefði haldið að miðað við þessa spennandi lýsingu sem þú gefur af sjálfum þér værirðu með fleiri en bara 2 konur í takinu. "Ég er óttalega latur og að mestu húmorslaus" - stelpur eru alveg vittttttlausar í þannig menn (lesist á innsoginu).

muriel (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 38988

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband