Þannig vel ég á stjórnlagaþing

523 hafa boðið sig fram á stjórnlagaþing. Hér er nafnalistinn.

Ég hef ekki hugmynd um hvaða 25 af þessum frambjóðendum hugnast mér best og það er feikileg vinna að kynna sér þá alla. Ennfremur er það að æra óstöðugan að ætla síðan að velja á milli þeirra jafnvel þó svo að maður gerði það.

Undan því verður ekki vikist að þrengja þann hóp sem til greina kemur með einhverri aðferð. Sigurður Sigurðarson slær fram skemmtilegum tillögum um það.

Ég ætla að nota aðra leið; láta tölvu velja 30 frambjóðendur af handhófi. Það verður sá hópur sem ég mun kynna mér og að því loknu mun ég raða á listann fólki úr honum.

Þetta geri ég til þess að forðast þá freistni að kynna mér einungis þá sem þekktari eru aða á grundvelli einhverra atriða eins og starfi eða menntun. Segja má að kjörseðill minn sé því valinn af handahófi - en röð frambjóðenda á honum verður það alls ekki. Nokkrir, að lágmarki fimm, komast ekki á hann. 

Ég kýs enga sem tengjast stjórnmálaflokkum og mun forðast þekkt andlit. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband