Stjórnlagaþing getur e.t.v. fært stjórnarskrárvaldið til þjóðarinnar - frá Alþingi

Samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður henni einungis breytt með samþykki Alþingis. Tvö þing þurfa að samþykkja breytingarnar.

Aðsteðjandi stjórnlagaþing er einungis ráðgefandi af þessum sökum. Eftir því sem ég kemst næst getur það samt vísað niðurstöðu sinni (frumvarpi til stjórnlaga) í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hún fer til Alþingis. Frumvarp sem hefur hlotið gott samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu má líta á sem bindandi niðurstöðu fyrir Alþingi.

Stjórnlagaþingið ætti að setja greinar inn í frumvarp til stjórnlaga þess efnis að einungis þjóðkjörið og sérstakt stjórnlagaþing hafi heimild til breytinga á henni og að þær öðlist einungis samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslum. Ennfremur að setja inn grein að til stjórnlagaþings skuli kosið með vissu árabili. T.d á 4-8 ára fresti með afmarkaðan starfstíma (svipað og nú) . Og vísa þessu síðan í þjóðaratkvæði.

Gengi þetta eftir þá yrðu lyklavöldin að stjórnarskránni færð frá Alþingi og nokkuð milliliðalaust til þjóðarinnar sem hefði þá tækifæri til að uppfæra og breyta stjórnarskránni án atbeina stjórnmálaflokka eða annarra milliliða. Það yrði síðan hlutverk stjórnlagaþinga að fara yfir stjórnarskrá og stjórnarfar. Standa vörð um mannréttindi og lýðræði og síðast en ekki síst að vernda stjórnarskrána. Tækið sem stjórnlagaþing hefði til verka er sjálf stjórnarskráin. Ef þurfa þætti mætti skjóta inn viðbótargreinum í stjórnarskrána eða breytingum til að skerpa áherslur  eða hverju því sem þætti nauðsynlegt í takti við tímans rás.

Kalla mætti þetta lifandi stjórnarskrá í stöðugri uppfærslu og undir stöðugri varðveislu. Í þessu fælist aðhald á stjórnmálin og Alþingi sem bit væri í. Síðast en ekki síst mundi þetta afmarka og skýra vel fyrir stjórnmálastétt hvers tíma hvaðan vald hennar sprettur. 

Þetta er verðugt verkefni fyrir þá sem sitja stjórnlagaþing - að tryggja áframhaldandi og varanlega aðkomu þjóðarinnar að þessum sáttmála sínum. Það er sannarlega kominn tími til þess!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 38999

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband