Hugum að stjórnlagaþingi meðan fjórflokkurinn engist í landsdómsmálinu

Frestur til að skila inn framboði til stjórnlagaþings rennur út þann 18. október.

það nægir að fylgjast með landsdómsmálinu skamma hríð til að rifja upp af hverju stjórnlagaþingið er mikilvægt. Óvinafagnaður fjórflokksins um eigin sakir hefur þegar tekið á sig helstu einkenni íslenskra stjórnmála. Innihaldslaust þvaður og karp um ekkert úr botni skotgrafarinnar. Hver sem niðurstaðan verður úr því þá mun umtalsverðum hluta þjóðarinnar þykja sem réttlætisgyðjan liggi illa spjölluð og klæðlítil í vegkantinum að ferðalaginu loknu. Hugtök á borð við: iðrun, yfirbót, réttlæti, sanngirni, betrun -- verða flestum gleymd. Eftir mun standa enn aukin misklíð, flokkadrættir, sundrung og særindi. Almenningur verður engu nær og ágætir stjórnmálamenn áfram fastir í vondum hefðum okkar úr sér gengna stjórnkerfis.

Í stað þess að dvelja við þennan farsa ætti athygli fjölmiðla og bloggara að beinast að stjórnlagaþingi. Einungis þannig verður eitthvað úr því máli, ella drukknar það í dægurþrasi stjórnmálanna. Það er tækið til breytinga og úrbóta. Mas fjórflokksins um eigin sakir mun engu skila nema meira eldsneyti á þrasbálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband