18.9.2010 | 11:34
Landeyjahöfn er skemmtilegt nafn.
Höfnin er kennd við Landeyjar, nafnið lýsir landsvæðinu til forna þegar Markarfljót og fleiri vatnsföll þvældust um sandana og skiptu því í eyjar.
Höfnin er síðan samgöngumannvirki sem tengir (eða á að tengja) landið og Vestmannaeyjar. Land-eyja-höfn. Þetta heiti gæti staðið eitt og sér burtséð frá því hvar hún er staðsett.
Og nú virðist hin forna merking líka geta passað við ástandið í höfninni sjálfri þar sem sandur hleðst upp og gæti með tíð og tíma myndað eyjar í henni sjálfri. Þá mætti e.t.v skíra hana upp sem: Sandeyjahöfn.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 38999
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.