18.9.2010 | 11:17
Elizabeth Warren er rétt kona á réttum stað
Þegar ísland brann í glórulausu góðæri þá leitaði ég víða að skýringum og hliðstæðum til að skilja hvað var að gerast hér enda mest fátæklegar og fádæma vitlausar skýringar í boði á íslenska málsvæðinu. Í þeirri leit rakst ég á kvikmyndina Maxed Out (2006) þar sem Elizabeth Warren lýsir af mikilli þekkingu - og jafnvel af ástríðu - því sem kallast á enskunni: predatory lending. Þar fer hún yfir þær aðferðir sem stundaðar voru við svokallaða undirmáls- lánastarfsemi í bandaríkjunum. Hennar þáttur í myndinni gleymist seint.
Hún hélt sínu striki og hér má sjá fyrirlestur hennar - þar sem hún lýsir útrýmingu bandarískrar millistéttar.
The Coming Collapse of the Middle Class
Distinguished law scholar Elizabeth Warren teaches contract law, bankruptcy, and commercial law at Harvard Law School. She is an outspoken critic of America's credit economy, which she has linked to the continuing rise in bankruptcy among the middle-class. Series: "UC Berkeley Graduate Council Lectures" [6/2007] [Public Affairs] [Business] [Show ID: 12620]
Obama fær stóra stjörnu í kladdann fyrir að setja hana í forustu neytendaverndar. Vonandi að hennar sjónarmið fái framgang en ekki wall street liðsins. Næsta skref hjá Obama ætti að vera að losa sig við það hyski úr stjórnkerfinu. Ég held að við íslendingar eigum fáa ef nokkra jafnoka þessarar konu. Því miður. Gaman væri að heyra hana taka létta yfirferð yfir íslenska verð- og gengistryggða glæpalánastarfsemi.
Varðhundur bandarískra neytenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 38999
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.