Rétt hjá Jóhönnu

Hugmyndin um að alþingi sinni ákæruvaldi gegn ráðherrum  hlýtur að byggjast á því að alþingi sé sjálfstæð valdastofnun óháð framkvæmdavaldinu. Svo hefur alls ekki verið hér þar sem megin reglan er að sama fólkið fer með framkvæmda- og löggjafavaldið. Afleiðing af þessu samkrulli sést nú í niðurstöðu þingmannanefndar sem er klofin eftir flokkslínum. Það er rétt hjá Jóhönnu að þetta er óheppilegt.

Ný og/eða endurbætt stjórnarskrá inniheldur vonandi skýrari aðskilnað valdsins en blasir við í ríkjandi skipulagi sem er hefðartúlkun á stjórnarskránni. Þessi vandræðalega uppákoma nú varpar einnig ljósi á hversu burðugt alþingi er að sinna eftirlitshlutverki sínu með framkvæmdavaldinu. 

En þó að þetta sé svona þá er það engin afsökun fyrir alþingi að hunsa allskýr tilmæli frá rannsóknarnefndinni. Þetta er jú lögformlegur farvegur til að úrskurða um álitamál varðandi ráherraábyrgð. Sá eini líklegast. Ef alþingi ákærir ekki þá er erfitt að túlka það öðruvísi en að ráðherrar séu ábyrgðarlausir að lögum að áliti sitjandi alþingis. Það alþingi verður þá að leita umboðs þjóðarinnar afar fljótlega.


mbl.is Áfall að ekki náðist samstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og Jóhanna er búinn að vera á þingi í 30 ár og verið í ríkisstjórnum.  Aldrei hefur henni eða þingmönnum almennt dottið í hug að skoða þessi mál.

Skiljanlega.  Hún sjálf á heima fyrir landsdómi eftir veru sýna í ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar.

itg (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 18:42

2 identicon

Jóhanna var spurð hvort þessar tillögur myndu róa almenning. "Ég vona það."

Það er semsagt málið... allt fyrir populismann!

ÓF (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 18:44

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Ef marka má orð Jóhönnu þá er þetta rangt hjá þér itg.

Það segir í fréttinni:

„Við skulum hafa í huga að þetta er Landsdómur og þingmenn eru settir í mjög erfiða stöðu. Þingmenn fara raunverulega með ákæruvaldið. Ég hef gagnrýnt þessi lög í gegnum tíðina og viljað fá breytt. Það hefði átt að vera búið að breyta þessum lögum fyrir löngu. Þingflokkur minn flutti tillögu árið 2003 um að leggja niður Landsdóm og ráðherrar sættu ábyrgð samkvæmt almennum dómstólum.“

Ólafur Eiríksson, 11.9.2010 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband