8.9.2010 | 15:22
Tímabær rannsókn
Það hefur ávallt lagt illan daun af þessari aðgerð. Peningamarkaðssjóðirnir voru reknir á landamærum hins löglega hvað samsetningu snerti eins og afskriftir þeirra sýna. Grunur leikur á að bjarga hafi þurft "góðu" fólki sem átti stórar eignir í sjóðunum og jafnvel stjórnendum þeirra sem sumir hverjir eru vélaðir inn í íslensk stjórnmál.
Frasarnir eru kunnuglegir - sá klassískasti í fréttinni er að "það hafi þurft að eyða óvissu". Flumbrugangurinn kringum bankahrunið getur vel mögulega hafa kostað skattgreiðendur fúlgur fjár. Jafnvel svo háar fjárhæðir að samfélagslegur kostnaður af rofi á greiðslukerfinu yfir nokkurra daga, eða jafnvel vikna, tímabil eru smáaurar við hliðina á því.
Eftir situr almenningur með bitrar grunsemdir um að hagsmunir fjármagnseigenda hafi verið settir fremstir allra og skattgreiðendur axli mislukkaðar áhættufjárfestingar þeirra. Beint eða óbeint.
ESA rannsakar bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér hlakkar svo til jólanna, þegar EFta ákveður að stofna til formlegrar rannsóknar á Ríkinu og hrunflokksmönnunum fjórum
Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 16:55
Rannsóknarnefnd alþingis stóð vonum framar en það vantar eftirfylgnina. Þökk sé fjórflokknum.
Ólafur Eiríksson, 8.9.2010 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.