Tímabær rannsókn

Það hefur ávallt lagt illan daun af þessari aðgerð. Peningamarkaðssjóðirnir voru reknir á landamærum hins löglega hvað samsetningu snerti eins og afskriftir þeirra sýna. Grunur leikur á að bjarga hafi þurft "góðu" fólki sem átti stórar eignir í sjóðunum og jafnvel stjórnendum þeirra sem sumir hverjir eru vélaðir inn í íslensk stjórnmál.

Frasarnir eru kunnuglegir - sá klassískasti í fréttinni er að "það hafi þurft að eyða óvissu". Flumbrugangurinn kringum bankahrunið getur vel mögulega hafa kostað skattgreiðendur fúlgur fjár. Jafnvel svo háar fjárhæðir að samfélagslegur kostnaður af rofi á greiðslukerfinu yfir nokkurra daga, eða jafnvel vikna, tímabil eru smáaurar við hliðina á því.

Eftir situr almenningur með bitrar grunsemdir um að hagsmunir fjármagnseigenda hafi verið settir fremstir allra og skattgreiðendur axli mislukkaðar áhættufjárfestingar þeirra. Beint eða óbeint.


mbl.is ESA rannsakar bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hlakkar svo til jólanna, þegar EFta ákveður að stofna til formlegrar rannsóknar á Ríkinu og hrunflokksmönnunum fjórum

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 16:55

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Rannsóknarnefnd alþingis stóð vonum framar en það vantar eftirfylgnina. Þökk sé fjórflokknum.

Ólafur Eiríksson, 8.9.2010 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 38995

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband