7.9.2010 | 06:48
Skilaboð til heimabrúks.
Mér hefur aldrei gengið vel að skilja trúað fólk og það versnar sífellt. Þessvegna ætla ég mér ekki þá dul að túlka þessi viðbrögð Jenis út frá trúarlegum forsendum; hvort að hans afstaða sé í einhverju samræmi við þá trú sem hann kveðst aðhyllast.
Af sömu sökum þýðir lítið fyrir mig að reyna að skilja hvernig stendur á því að svo margir láta kynferðismál eða kynhneigð annarra sig varða enda leika trúarbrögð þar -merkilegt nokk- enn lykilhlutverk sem skoðanamyndandi afl. Hreinar siðferðislegar forsendur réttlæta ekki þessi viðbrögð hans.
Sem betur fer er til veraldleg skýring á þessum viðbrögðum Jenis frá Rana. Hún er sú að hann sé að viðhalda sinni pólitísku línu og skilaboðin séu ætluð hans eigin kjósendum. Taki íslendingar þessu illa verður bara að hafa það. Það er ásættanlegur fórnarkostnaður á móti ágóðanum af því að halda sínu pólitíska andliti heimafyrir og marka sína sérstöðu. Það mætti hvort heldur er kalla þetta; stefnufestu, nú eða lýðskrum til heimabrúks. Trúarviðhorf fólks ráða líklega mestu um hvort verður fyrir valinu.
Neitar að sitja veislu með Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 38971
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.