Bensínlaust tígrisdýr, hræðileg staða á Írlandi

Írar lifðu mikið "góðæri" um nokkurt árabil. Þar í landi var blásið upp í glórulausa eignabólu ekki ósvipað og gert var hér. Berrassaðir bankastjórar buðu lán á báðar hendur og stjórnmálamenn voru flaumósa af gleði yfir dýrðinni. Ekki voru þó allir sáttir. Írar voru svo óheppnir að stjórnvöld tryggðu allar skuldbindingar írskra banka til að fyrirbyggja áhlaup á bankainnistæður. Þetta gerðist á meðan íslensku bankarnir féllu.

Frá því haustið 2008 hefur halli á írskum fjárlögum verið fjármagnaður óbeint af evrópska seðlabankanum (ECB) gegnum kaup írskra banka á ríkisskuldabréfum. Skuldir þeirra við hann eru gríðarlegar og nú segir mbl.is frá því að fjórðungs líkur séu á greiðslufalli írska ríkisins.

Hvernig sem á málið er litið þá er eina leið Írlands út úr ógöngunum -undir núverandi fyrirkomulagi - að auka hagvöxt og skapa störf. Nokkuð sem er mjög erfitt fyrir þá af því að landið er fátækt af náttúruauðlindum og umtalsverður hluti tekna kemur frá hátæknibransa nokkurra risafyrirtækja sem flytja starfsemi sína um heiminn eftir því sem þeim hentar og þau sækja í ódýrt vinnuafl. Nokkuð sem Írland á erfitt með að bjóða uppá þessa stundina. Gráskuldugur írskur almenningur lifir ekki á asískum launatöxtum.

Ef írski ríkiskassinn verður ekki kominn í greiðsluþrot þegar aðsteðjandi orkukreppa skellur á þá mun hún útiloka alla möguleika til hagvaxtar í landinu yfir langt árabil. Og gera endanlega út um fjárhaginn Írar þurfa nefnilega að flytja inn 91% af þeirri orku sem þeir nota. Það er staða sem er erfitt og dýrt er að breyta.

Orkukreppan sem hefur blasað við í nokkur ár verður sífellt skýrari í framljósunum og tíminn styttist þó að alþjóðleg bankakreppa hafi lengt örlítið í hengingarólinni. Þegar stúdíur á vegum Þýska hersins vara við "mögulega alvarlegri krísu" ættu allir að leggja við hlustir.

Sjá - Der Spiegel online:

Military Study Warns of a Potentially Drastic Oil Crisis

 


mbl.is Vara við írsku greiðslufalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 38995

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband