Skiptir framtíðin máli?

Saga peningakerfis sem byggir á vöxtum er saga hörmunga og ósálfbærni. Litlu skiptir hvort gjaldmillinn eru skeljar, gull eða pappír.  Eftir hvert "stöðugleikaskeið" tekur við niðursveifla og kreppa. Um þetta má lesa í gjörvallri mannkynsögu síðustu árhundraða. Í kapítalískum fræðum skilst mér að þetta heiti hreinsun markaðarins. En þetta er ekki markaðslegt fyrirbæri, heldur er þetta bein afurð vaxtaknúins peningakerfis. Ósjálfbærnin og óstöðugleikinn byggjast  á því að samfélög manna vaxa og dafna einungis um skamma hríð í veldisvexti, nokkuð sem reiknaðir vextir á peninga gera alltaf. Skuldir vaxa því hagkerfum ávallt yfir höfuð fyrr eða síðar nema reglulega komi fyrir niðurfelling skulda í kerfinu. Dæmi um slíkt má finna í trúarritum löngu horfinna kynslóða. (Vöxtur talinn í prósentum er hlutfallslegur vöxtur og kallast veldisvöxtur á máli stærðfræðinnar)

 Peningakerfi sem reikna vexti á peninga VERÐA að vaxa ella verða ekki til nýir peningar í ár til að borga afborganir og vexti frá því í fyrra. Rofni þessi keðja fer stjórnmálaástand viðkomandi hagkerfis í uppnám vegna óhjákvæmilegra gjaldþrota einstaklinga og fyrirtækja sem hafa ekki fjármagn til að greiða skuldir sínar - með tilheyrandi ólgu og óánægju í samfélögunum og kröfum um úrbætur (meiri hagvöxt eins og t.d fleiri virkjanir eða stóriðju í okkar tilfelli). Stjórnvöld bregðast síðan við niðursveiflunni á þann eina hátt sem þau kunna og geta - föst í hringavitleysunni - og gera hvað þau geta til að hefja nýjar framkvæmdir þannig að nýir peningar í formi útlána úr bankakerfum fái að hringsóla um hagkerfin og lina þjáningarnar. 

Þetta kerfi hefur aldrei virkað almennilega til lengri tíma og að tala um stöðugleika í sömu setningu og minnst er á þetta kerfi er í besta falli vanþekking eða gálgahúmor. Þetta fyrirkomulag, hins endalausa vaxtar, virkar einungis í umhverfi þar sem rými og tækifæri til (hag)vaxtar eru óendanleg. Séu þau það ekki kemur það óhjákvæmilega niður á vextinum, og þar með kerfinu.  Besta dæmið um góðan hagvöxt er eftir síðari heimstyrjöldina þar sem tvennt fór saman- Gríðarlegar framfarir í þekkingu og tækni ásamt feikilegum verkefnum við að byggja upp heim sem heimstyrjöldin hafði lagt í rúst. Þetta tvennt endaði kreppuna sem hófst 1929 og dugði til að kerfið virkaði yfir nokkra áratugi - nánar tiltekið þar til bandaríkin sprungu á limminu og aftengdu dollar frá gulli 1971. Síðan þá hefur leiðin legið niður á við og að óhjákvæmilegu hruni þessa ósjálfbæra kerfis. Kjalfestan undir því er jú hagvöxtur. Enda predika allir stjórnmálamenn - allstaðar- að það verði að vera hagvöxtur. Hagvöxtur er samt í eðli sínu ósjálfbær og til lengri tíma litið er hinn endalausi hagvöxtur fullkomið rugl. Vonlaus í takmörkuðum heimi, stenst engin rök.

Ekkert fyrirbæri í efnisheimi getur vaxið endalaust, ytri skilyrði hamla alltaf. Fátæklegar þeóríur fabúlera um að alheimur sjálfur geti vaxið endalaust og verði þá í restina dimmur og kaldur. Þetta eru Nota Bene. einu heimildirnar um eitthvað sem getur vaxið endalaust! Efnahagsumsvif manna sem ávallt þarfnast enn hraðari nýtingar á takmörkuðum náttúruauðlindum geta það alveg örugglega ekki. Hinn ótakmarkaði vöxtur gildir sem sé ekki um hagkerfi þar sem menn eru háðir takmörkuðum náttúruauðlindum.  Sjálfbært líf þeirra manna sem gengu út úr Afríku fyrir 90 þúsund árum - og hafa sannarlega þrifist allar götur síðan- á ekkert skylt við líf þeirra tæpu 7 milljarða sem nú byggja plánetuna í skjóli iðnbyltingarinnar. Forfeður okkar lifðu á þeirri orku sem náttúran færði þeim jafnharðan - við lifum á orku sem náttúran hefur byggt upp á óralöngum tíma og erum því að nýta gamalt forðabúr sem gengur til þurrðar fyrr eða síðar t.a.m. kol, olía og jarðgas, sem leika lykilhlutverk í fæðuöflun okkar, hnattvæðingu, framleiðslu o.s. frv. Án þessara orkugjafa væri samfélag manna gjörólíkt því sem við þekkjum. Flest bendir til þess að þeir muni ganga til þurrðar á komandi áratugum með áframhaldandi vexti í nýtingu þeirra. Afleiðingarnar fyrir nútímasamfélög eru ólýsanlegar að ekki sé talað um áhrfin á "hagkerfin" sem þrífast á sífelldri aukningu í hagnýtingu þessara auðlinda ( hagvexti). Vissulega eru til aðrir orkugjafar sem geta mögulega fleytt mannkyni langt inn í framtíðina EF finnst tækni til að nýta þá. En orka er ekki nóg til að knýja áfram milljarðamannkyn og hagvöxt í veldisfalli. Hráefni þarf líka og þrátt fyrir endurvinnslu hráefna gengur reikningdæmið alls ekki upp. Engan veginn og ekki næstum því.

Nær ekkert í okkar samfélögum er sjálfbært og allra síst orkunotkun okkar sem hefur með aukinni tækni gert okkur kleyft að auka mjög matvælaframleiðsluna. Óleystar eru margar gátur og sú sem er augljósust er að við erum að nota mjög takmarkaðar náttúruauðlindir (olíu og gas) til að keyra áfram okkar ósjálfbæru hagvaxtardrifnu samfélög. Eða eigum við að segja okkar hagvaxtarfrifna efnahagslíf sem fjötrar og skilgreinir okkar samfélag út í horn. Horn skuldadrifinna og ófrjálsra neysluþræla sem keppast við að hraða sem mest eigin endalokum með því að nýta takmarkaðar náttúruauðlindir sem fljótast í þágu hagvaxtar - algerlega án tillits til komandi kynslóða eða möguleika þeirra- undir þeirri hugmynd að tæknin muni redda þeim. Þ.e við hlýjum okkur við þá vitneskju - ef við á annað borð hugsum svo langt- að þeim mun takast það sem við gátum ekki og þau munu leysa þau verkefni sem við kusum að horfast ekki í augu við. Ábyrgt sjónarmið?

Sjálfbær framvinda mannkyns á engan stærri óvin en hagvöxt. Með hagvöxt (veldisvöxt) að leiðarljósi er engin framtíð fyrir mannkyn í þróuðum og tæknivæddum menningarsamfélögum - litið til lengri tíma. Engin!

Samfélög manna í dag eru ósjálfbært rugl. Hagvaxtartrúin er versta krabbameinið og undan henni sleppum við aldrei nema upphugsa peningakerfi sem virkar án hagvaxtar. Það er fyrsta skref inn í framtíðina. Ekkert af þessum einföldu sannindum á farveg í stjórnmálum nútímans. Þessvegna skiptir pólitískt raus dagsins harla litlu máli í hinu stærra samhengi.

Spurningin er hvort að hin lengri framtíð afkomenda okkar skipti okkur máli? Sumar trúarkreðslur predika að endalokin séu skammt undan og því óþarft að velta fyrir sér (ó)sjálfbærni manna eða framtíð mannkyns yfir lengri tíma - við munum verða frelsuð áður en þetta verður vandamál. Slíkar hugmyndir þykja mér sorglegri en tárum tekur og það fólk sem aðhlyllist þær er að mínu mati andlegir vesalingar. Hugmyndir seðlabankastjóra evrópusambandsins eru hvatning til áframhalds á ósjálfbæru rugli. Hugmyndir gjaldþrota hugmyndakerfis sem kaupir trúarmýtuna - hagvöxt- algerlega burstéð frá nokkru öðru.

Flest- ef ekki öll- viðfangsefni íslenskra stjórnmála s.l ára hverfa í skuggann fyrir mikilvægi þeirra þátta sem hér hafa verið rakin. Þau eru öll aukaatriði í þessu samhengi og varða framtíð okkar og afkomenda okkar litlu. 


mbl.is Ríki verða að draga úr skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Komið þér sælir. Hvar og hvernig í ósköpunum fannstu þessi skrif upp? Það sem þú ert að rekja hér með skrifum þínum er bláköld staðreynd og hún er sú að við stefnum á vegg sem heitir kreppa því að algert hrun í kerfinu er að skella á heimsbyggðinni það er ég búin að sjá fyrir löngu og predika af hörku með varnarorðum og yfirlýsingum! Það er eitt sem þú minntist ekki á það er stríðið eftir kreppuna sem kemur líka eins og fyrri stríð og verður ekki umflúið sagan segir það

Sigurður Haraldsson, 29.8.2010 kl. 08:48

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Blessaður Sigurður. 

Eins og pistillinn ber með sér er hann ritaður upp í fljótheitum. Stundum byrjar maður að skrifa og getur ekki hætt. Efni hans eru hinsvegar skoðanir sem ég hef komið mér upp á síðustu árum. Ég yrði grátfeginn ef einhver gæti sannfært mig með góðum rökum um að það sem ég rita hér ofar sé dauðans della. Manna fegnastur. Ég get ekki sagt að mér þyki vænt um þessar skoðanir.

Ég veit ekki hvort það verður ógnarstór og djúp heimskreppa á næstu árum eða hvort að það verða stórar styrjaldir. Ég veit samt að vöxtur síðustu aldar verður ekki endurtekinn. Er líka viss um að það er hægt að bregðast við með margvíslegum hætti en til þess þarf ansi stóra hugarfarsbreytingu hjá flestum sem einhverju stjórna.

Ólafur Eiríksson, 29.8.2010 kl. 11:16

3 identicon

Góðan dag,

Þetta er áhugavert í tengslum við íhugun þína, sjá með að smella á neðangreinda tengla:

New rulers of the world, a Special Report by John Pilger

http://video.google.com/videoplay?docid=-7932485454526581006

http://en.wikipedia.org/wiki/The_New_Rulers_of_the_World

atlinn (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 11:59

4 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Netsamband mitt við útlönd er svo freðið í augnablikinu að ég get ekki opnað þessar síður.

Ólafur Eiríksson, 29.8.2010 kl. 12:24

5 Smámynd: Egill Helgi Lárusson

Takk fyrir góðan pistil.

Þetta er því miður rétt hjá þér. Við þurfum samt sem betur fer ekki hugsa upp nýtt fjármálakerfi. Það gerði skynsamur maður fyrir 90 árum síðan. Kerfið er nefnt social credit (á ekkert skylt við sósialisma). Nánari upplýsingar um það hér (skruna niður að Social Credit).

Einnig upplýsingar á umbot.org

Upplýsingar um ósjálfbærni

Síðan snilldar útskýringar Dr. Bartlett.  Ef fólk tileinkar sér ekki skilning á margfeldisáhrifum nær það aldrei því sem er að gerast.

Egill Helgi Lárusson, 30.8.2010 kl. 00:52

7 Smámynd: Ólafur Eiríksson

@ Egill. það er nokkuð síðan ég sá þetta videó Dr. Bartlett og svei mér þá ef það rís ekki undir nafni sem; það mikivægasta sem maður getur séð. Jafnvel fyrir þá sem eru vel að sér í stærðfræði er það viss hugljómun að fara yfir það. Ég hef rekist á social credit, gott ef ég las ekki um það á þínu bloggi og mér lýst mjög vel á þessar hugmyndir. Eitthvað af þessu tagi verður framtíðarþjóðfélag manna að tileinka sér - Bartlett útskýrir það vel.

Ég mæli síðan með crash course  þar sem er ein besta samantekt á því sem ég er að lýsa í pistlinum hér ofar sem ég veit um á netinu. Þetta er vel framsett og öfgalaust hjá honum. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir gervivísindum og samsæriskenningum af ýmsu tagi þurfa ekkert að óttast þó að upplýsingarnar séu ekki beinlínis upplífgandi.

Takk fyrir innlitið og tenglana Egill.

Ólafur Eiríksson, 30.8.2010 kl. 18:23

8 Smámynd: Ólafur Eiríksson

@atlinn ég er enn nær alveg sambandslaus við útlönd og hef ekki lagt í að skoða efnið sem þú vísar á.

Ólafur Eiríksson, 30.8.2010 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband