26.8.2010 | 17:48
Andvana aðildarferli
Ég hélt að ég fylgdist sæmilega með en það er ljóst að ég skildi ekki hvernig aðildarferli að evrópusambandinu gengur fyrir sig. Og kannski skil ég það ekki enn.
Í gær hélt ég að Samfylkingin gæti duddað sér í aðildarviðræðum við ESB næstu misseri þó svo að VG og stjórnarandstaðan væru andsnúin aðild. Þannig yrði til aðildarsamningur sem síðan yrði borinn undir þjóðaratkvæði. Reyndar væri þörf á breytingum og lagfæringu á íslenskri stjórnsýslu á meðan á þessu stendur. Og ég gat alveg séð það fyrir mér að þetta gæti gengið eftir.
Í dag sé ég þetta ekki svona.
Það sem hét í gær "uppfærsla á stjórnsýslunni" heitir í dag að við tökum upp regluverk Evrópusambandsins í áföngum og hrindum því í framkvæmd. Þegar það er nokkurn veginn búið þá verður kosið um aðild. Að mati ESB er þetta þriggja ára plan. En hér stendur hnífurinn í kúnni. Til að gera þetta þarf styrkan þingmeirihluta með aðild enda um viðamiklar breytingar að ræða í umdeildum málaflokkum eins og t.d landbúnaði og sjávarútvegi. Þessi þingmeirihluti er hvergi sjáanlegur og mér sýnist því ómögulegt að ríkisstjórnin nái svo mikið sem að hefja þetta ferli - hvað þá að ljúka því.
Nú er rétt að setja alla fyrirvara á að ég skilji þetta eins á morgun en í dag sýnist mér ferlið komið ofan í skurð áður en það hófst. Ekkert útlit er fyrir að aðildarsamningur verði til nema staðan gjörbreytist á alþingi og ekkert verður til að kjósa um að þremur árum liðnum eins og stefnt er að.
Málið er dautt.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.