Það sem helst hvetur íslendinga til að sækja um aðild evrópusambandinu er upptaka evrunnar, sem lausn frá krónuvanda, verðbólgu, okurvöxtum -- þið þekkið þessa umræðu.
Á blómaskeiði bankanna óx henni fiskur um hrygg enda ísland orðið að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Við fall bankanna og krónunnar náðu evruhugnmyndir nýjum hæðum og fleiri en áður töldu að við svo búið yrði ekki unað. Nú yrðum við að sækja um aðild að ESB og taka upp evru. Þetta var vissulega mikill byr í segl þeirra sem vilja ganga í evrópusambandið.
Á þessu var þó einn galli og hann praktískur. Staðan í fjármálum Íslands var þannig að að við vorum (og erum) ekki í nokkru standi til að uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir upptöku evrunnar, ekki fyrr en eftir nokkur ár. Aðildarumsókn - til þess að geta tekið upp evruna sem fyrst - var því alls ekki knýjandi og ljóst að við yrðum að komast upp úr kreppuinni með öðrum leiðum. Upptaka evrunnar var og er framtíðarmúsík og réttlætti því ekki sem slík skyndilegan umsóknarleiðangur.
Hvort sem það var af vanþekkingu eða beinlínis pólitískum refsskap þá fundu talsmenn aðildar svar við þessu; Þó svo að við getum ekki strax tekið upp evruna við aðild þá fáum við stuðning frá evrópska seðlabankanum við krónuna og því er ekki eftir neinu að bíða.
Þetta segir Árni Páll Árnason þann 6. ágúst 2008 skömmu fyrir fall bankanna.
Ákvörðun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er mikilvægur þáttur í að endurheimta stöðugleika. Hún hefur þann ótvíræða kost að skapa fyrirsjáanleika og auðveldar þar með Seðlabankanum hraðari lækkun stýrivaxta í kjölfarið. Fljótlega í aðildarferlinu komumst við inn í ERM-II gengissamstarfið og fáum þar með möguleika á stuðningi frá Evrópusambandinu til að verjast gengisóstöðugleika. Þar með væri kominn aukinn stuðningur við fjármálakerfið og bankana, þannig að löngu áður en við værum búin að taka upp evruna værum við komin með þá fjármálalegu umgjörð sem þarf til að treysta við efnahagslegan stöðugleika."
Margir fleiri hafa slegið þessa nótu eins og t.d Mörður Árnason vorið 2009:
Stóra málið er auðvitað evran. Strax og ríkisstjórnin sendir af stað póstkortið um að við viljum semja breytist afstaðan til íslensku krónunnar. Hún verður ekki lengur efniviður í næstu eða þarnæstu áramótabrennu heldur vita menn hér og heima að hún breytist að lokum í evrur, og verður innan skamms varin með vikmörkum í samflotskerfi við gjaldmiðil Evrópusambandsins.
Fleiri dæmi verða ekki tilgreind hér en þau er víða að finna. Ef við drögum þetta saman er hugmyndin sem haldið hefur verið á lofti; að í aðildarviðræðum eða strax við aðild þá fái Íslendingar inni í svokölluðu ERM II fyrirkomulagi sem á að mynda skjól fyrir vorn ástkæra og mjög svo laskaða gjaldmiðil. Þetta hafa ekki einungis stjórnmálamenn sagt heldur líka hagfræðiprófessorar að ógleymdum evrópufræðingum. Á þessu er búið að japla aftur og fram s.l misseri.
En gallinn á þessu er sá að ERM II fyrirkomulagið er í reynd lokaferlið fyrir upptöku evrunnar og þangað fara einungis inn þau ríki sem sýnt þykir að uppfylli öll skilyrði fyrir upptöku evrunnar að 2 árum loknum. N.B, þetta er ekki val heldur prófun á því hvort að viðkomandi hagkerfi virkar eðlilega á því skiptagengi sem upp er sett! Seðlabanki viðkomandi aðildarríkis ber síðan hita og þunga af því að halda genginu á réttum stað og öldungis fráleitt að evrópski seðlabankinn leiki það hlutverk.
Hér lýsir Írskur hagfræðiprófessor áhyggjum sínum af þessu ferli sem ætti að varpa smá ljósi á um hvað það snýst:
Under the existing rules, a country must spend two years inside the ERM II mechanism before it can enter the EMU. Recent weeks have shown that even countries with excellent macroeconomic fundamentals are vulnerable to major currency shocks. In this new environment, it seems expensive to impose a two-year currency stability test on countries that wish to join the euro.
Hér er síðan klippa úr blaðamannafundi þar sem bankastjóri evrópska seðlabankans var spurður út í það hvenær Búlgaría gæti komist inn í ERM II
Question: My question is very similar to the one of my Romanian colleague. What is the earliest date that you think Bulgaria can join the ERM? I remember your lecture in Sofia a year and a half ago, when you said that sportspeople should only participate in the Olympics when they are prepared enough, so what is the state of our preparedness now and what needs to be done?
Trichet: It is an important question and I would give the same response as I already gave. It is good to enter when you are as fit as possible. I know that Bulgaria has done quite a lot of good work and we have to recognise that. The reforms are being pursued and real growth has been important, so Bulgaria is certainly to be congratulated for the results that have been obtained. On the other hand, it is clear that we still have imbalances in this country, including a very large current account deficit. So all this suggests a picture with strong points and weak points and we will see when the time comes what the position of the various authorities concerned, including of course the government and the central bank of Bulgaria, would be.
Bankastjóri evrópska seðlabankans lýsir þessu sem þraut fyrir þá allra hæfustu, einskonar ólympíuleikum og telur best að þau ríki sem reyna sig séu í sem allra bestu formi eftir að hafa tekið til í sínum málum og náð vöxtum og verðbólgu niður, stöðugum fjármálum hins opinbera o.s. frv. Það er hreint ótrúlegt að sumir íslendingar kjósi að líta svo á að þetta lokapróf fyrir upptöku evrunnar sé tilvalinn bjarghringur fyrir ríki í gjaldeyriskreppu með allt niður um sig; sem standi okkur til boða strax við aðild, ef ekki fyrr! N.B algerlega án fordæma og fullkomlega á skjön við ferli annarra aðildarríkja við upptöku evrunnar. Enn er þessu er þessu slegið fram í íslenskri umræðu jafnvel eftir að sambandið vísaði aðildarþjóð innan ERM II á náðir alþjóðagjaldeyrissjóðsins (Lettland). S.k.v íslenska hugmyndakerfinu ætti Lettland að sjálfsögðu að fá feit lán frá evrópska seðlabankanum - að svo miklu leyti sem unnt er að skilja þennan málflutning.
Ástæða þessara skrifa er frétt vísis sem segir frá því að nú leggur Össur Skarphéðinsson þunga áherslu á það í aðildarviðræðum við sambandið að Ísland fái stuðning við krónuna frá evrópska seðlabankanum. Það sem vakti athygli mína í fréttinni var að ekki er minnst á ERM II fyrirkomulagið margrædda, hinsvegar segir Össur.
Þá reyndu menn að komast að niðurstöðu um með hvaða hætti Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu geti komið að því að dýpka íslenskan gjaldeyrismarkað. Það yrði strax partur að því að styrkja stöðuna hér heima og undirbúa upptöku evrunnar,"
Hér birtist skyndilega mikill vafi á því með hvaða hætti Evrópusambandið og seðlabanki Evrópu getur komið að því að "dýpka íslenskan gjaldeyrismarkað". Það er óhugsandi að Össur hafi ekki varpað fram þeim hugmyndum sem kollegar hans og fl. hafa sett fram hér heima um að Ísland fengi inni í ERM II. Á þessu má skilja að eitthvað hafi það vafist fyrir mönnum þar ytra. E.t.v af því að þeir eru ekki vanir að hella upp á kaffi með þvottavélinni?
Íslenskt rugl er óborganlegt og nú velti ég því fyrir mér hvort að óskhyggja hafi ráðið heitingum um stuðning evrópska seðlabankans við krónuna gegnum ERM II eða það hvort að vísvitandi blekkingum hafi verið beitt til að auka fylgis við aðildarviðræður við Evrópusambandið á fölskum forsendum. Lesendum er eftirlátið að meta hvort er verra.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.