Og útilokar innlenda bankastarfsemi ef við göngum í ESB(?)

Samkvæmt þessum forsendum getum við heldur ekki útbúið innistæðutryggingakerfi fyrir innlenda banka ef við göngum í ESB. Sömu annmarkar eru vegna smæðar innlenda markaðarins. Munurinn yrði (eftir dúk og disk) að við tækjum upp evru. En það breytir ekki málinu á annan hátt en að þá er hugsanlegt að erlendir bankar kæmu hingað og veittu þjónustu - ef marka má Þórólf.

Sé þessi vangavelta prjónuð áfram virðist hún girða fyrir bankarekstur smáríkja innan ESB þar sem of hátt hlutfall af öllum innistæðum þarf að vera í sjóði til að standa skil á innistæðum við fall eins megin banka í viðkomandi ríki. Gaman væri að beina þeirri spurningu til Þórólfs hverskonar hagkerfi getur blómstrað sem missir virðisauka af innlendri bankastarfsemi úr landi við að leggja niður eigið bankakerfi og skipta einungis við erlenda banka? Það er jú það sem hann er að leggja til.


mbl.is Gerir ómögulegt að vera í EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Við munum geta stofnað Sparisjóði sem hafa burði til að halda utanum litla manninn. - Vöxtur sá sem hljóp í bankakerfið verður aldrei endurtekinn aftur. Aldrei. Það er því ekki um að ræða neinn viðlíka "arð" og "skatttekjur" af uppblásnu bankakerfi í vændum meðan sólin rís og himinninn er blár og grasið grænt og kýrnar baula og hrafnarnir krúnka.

Erlendir bankar tel ég sérlega velkomin fyrirtæki og myndi fagna hverju nýju útibúi frá slíku fjármálafyrirtæki.

Gísli Ingvarsson, 30.7.2010 kl. 08:37

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gott mál..  íslenska bankakerfið er ekki akkurat það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um "traust"

Óskar Þorkelsson, 31.7.2010 kl. 07:09

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Hér verður ekki deilt um traust eða gæði íslenska bankakerfisins. Ég verð með síðustu mönnum til að mæla því bót og finnst lítið þokast til batnaðar á þeim vígstöðvum. Meira tjón en ábati hlaust af starfsemi þess á liðnum árum sem er einmitt öndverðan við hugmyndir manna um gott bankakerfi. Staðan í dag varpar ágætu ljósi á hversu mikilvægt þetta kerfi er hverju hagkerfi. Mér er ekki kunnugt um neitt blómlegt hagkerfi sem reiðir sig eingöngu á viðskipti við erlenda banka, mér sýnist þáttur bankastarfsemi vera nauðsynlegur hluti þeirrar jöfnu að þjóðarbúskapur gangi yfirleitt upp.

Sé túlkun Þórólfs á hugmyndum ESB um innistæðutryggingar rétt þá munum við ekki heldur geta stofnað sparisjóði til að halda utan um litla manninn eins og Gísli leggur til, hvorki innan EES né ESB ef við förum þangað inn. Lausnin sem hann leggur til er að ganga í ESB og taka upp evru því að þá muni erlendir bankar koma hingað -- og málið leyst! Engar hugleiðingar eru í fréttinni um hvað verður um núverandi bankakerfi eða afdrif þess, ekki heldur hvernig brúa má þetta tímabil þarna á milli sem telur í nokkrum árum.

Er þetta ekki fremur þokukennt?

Ólafur Eiríksson, 1.8.2010 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband