28.7.2010 | 19:08
Skrýtin lykt af wikileaks og meintum upplýsingaleka
Fyrir nokkru las ég frásögn af því hvernig hermaður í Írak afritaði og stal leynilegum upplýsingum um stríðsrekstur bandaríkjahers -m.a myndbandi sem síðar var birt á vegum wikileaks. Það gerði hann með því að brenna gögn á geisladiska í einhverju tölvuveri í Írak á vegum hersins. Sagan var ólíkindaleg, bæði tölvuverið sem slíkt, öryggismál og fl.
Það er líka furðulegt að stofnandi wikileaks skuli geta ferðast um heiminn nokkuð óáreittur, rabbað við fjölmiðla og leikið lausum hala sé það tilfellið að hann hafi undir höndum viðkvæmar upplýsingar um stríðsrekstur bandaríkjamanna. Hernaðarlega og pólitískt viðkvæmar upplýsingar sem kunna að vera mjög óþægilegar fyrir þarlend stjórnvöld og e.t.v fleiri ríkja. Upplýsingar sem kunna að varða öryggi hermanna og almennra borgara sem starfa fyrir herinn. Hversu líklegt er þetta?
Það er líka athyglisvert að þær upplýsingar sem lekið hefur verið á vegum wikileaks um stríðsrekstur í Írak og síðar Afganistan innifela fátt nýtt ef nokkuð. Þær eru meira staðfesting á því sem flestir vissu. Nokkrir molar eru þar á meðal sem komast í fjölmiðla og valda hefðbundnu írafári og hneykslan - einkum fjölmiðlamanna sjálfra og stöku pólitíkusa sem fengnir eru til að tjá sig um málin- en engar alvöru bombur. Kannski eru þær ekki til og því ekki meðal þeirra gagna sem wikileaks hefur aflað.
Hinn möguleikinn er sá að hér sé á ferðinni einhverskonar leiksýning og wikileaks sé verkfæri til að stýra umræðu og almenningsáliti. Eða notað í þeim tilgangi. Mátulegum skammti af óþægilegum upplýsingum er lekið til að vekja traust á fyrirbærinu og koma því á kort fjölmiðlanna. T.d mætti taka drjúgan slurk af lítt merkilegum skýrslum og stimpla þær sem leyniskjöl og leka þeim síðan til hins mikla upplýsingafrelsara. Gera síðan upptækt vegabréf hans og fordæma verknaðinn opinberlega. Tilgangurinn gæti verið að fá fólk til að trúa því að það hafi séð allan óhreina þvottinn þegar raunin er allt önnur. Aðrar eins brellur hafa verið hugsaðar upp og tekist.
Ekki veit ég hvort er tilfellið.
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 38988
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já hin tæra vinstri velferðarstjórn beitir svona leiksýningum daglega bæði til að fela eigin óhæfuverk og sveigja sannleikann all hressilega.
Björn (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 20:10
Hún víkur ekki frá hefðinni hvað það snertir. Það herfilega er að þetta er líklegast einstefnugata og mun bara fara versnandi eftir því sem spuna og áróðurstæknin þróast. Á endanum neyðist maður til að slökkva á öllum fjölmiðlum og trúa engu.
Ólafur Eiríksson, 28.7.2010 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.