27.4.2010 | 02:36
Eldgosið er þá ímyndarvandi eftir allt.
Skammt er að minnast þess að íslensk stjórnvöld og viðskiptalíf litu svo á að vandi bankanna -í aðdraganda hrunsins- væri ímyndarvandi. Lagt var upp í kynningar og spunaherferðir víða um lönd; til andlitslyftingar. Sem betur fer þarf ekki lengur að deila um að þessu var öðruvísi farið og vandinn var af öðrum og mun alvarlegri toga. Ímyndarvandinn var innlendur heilaspuni og úr takti við veruleikann.
Nýverið vöknuðu evrópskir flugfarþegar upp við vondan draum þegar öskufall úr eldgosi í Eyjafjallajökli olli mestu röskun á flugsamgöngum á meginlandinu frá lokum seinna stríðs. Annað eins hefur flugbransinn ekki upplifað á friðartímum. Dögum saman voru flugsamgöngur lamaðar og sem dæmi um ástandið brugðu bretar á það ráð að ferja fólk heim með herskipaflota. Enn sér ekki fyrir endann á þeirri flækju sem eldgosið hratt af stað og ljóst að margir urðu fyrir fjárhagslegum skakkaföllum. Og enn gýs í Eyjafjallajökli. Til viðbótar komast þeir sem leita eftir upplýsingum um íslensk eldgos fljótlega að því að hérlendir vísindamenn búast hálft í hvoru við gosi úr Kötlu auk fleiri eldfjalla.
Þessu til viðbótar mætti forseti Íslands í viðtal á BBC og sagði eitthvað um eldgos og líkindi á Kötlugosi. Í kjölfar alls þessa hefur nokkuð borið á afbókunum ferðalanga hingað til lands. Einhverra hluta vegna kjósa sumir að færa þær alfarið til bókar hjá forsetanum á meðan Eyjafjallajökull sjálfur liggur óbættur hjá garði og fær engan heiður af uppistandinu. Af þessu má ráða að vandi ferðaþjónustunnar sé ímyndarvandi í boði forsetans en ekki eldfjallið í bakgarðinum sem lamaði flugsamgöngur í Evrópu eitt og óstutt í hartnær viku. Þessi frétt mbl.is endurspeglar sömu viðhorf.
Er til of mikils mælst að biðja um örlítið raunsæi - og vandaða fréttamennsku?
Dýrkeypt yfirlýsing forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 38999
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í stuttu máli - það má telja það skynsamlega afstöðu hjá evrópskum að fá í hnén þegar íslenski forsetinn slengir fram "you aint seen nothing yet" en í anda sanngirni tel ég rétt að eigna Eyjafjallajökli vel ríflega bróðurpart "tjónsins". Eyjafjallajökull má alveg við því enda ungaði hann út laglegu og meinlausu túristagosi áður en hann innantökur hans gerðust alvarlegri.
Ólafur Eiríksson, 27.4.2010 kl. 03:18
Já þarna kjarnaðirðu þetta ágætlega Ólafur.
Það er reyndar ekki að vænta vandaðrar fréttamennsku undir stjórn óhæfs ritstjóra frekar en var að vænta góðrar stýringar Seðlabankans undir stjórn óhæfs seðlabankastjóra.
Bara ef það væri nú ekki sami maðurinn!
Rúnar Þór Þórarinsson, 27.4.2010 kl. 16:33
Það segir þú satt Rúnar. Þetta er fáránlegt ástand.
Ólafur Eiríksson, 27.4.2010 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.