Óhreinu börnin hennar Evu

Ég set spurningamerki við þetta framtak. Hér eru nemendur tækniskólans meðhöndlaðir eins og réttlausar rollur. Hvort sem þeim líkar það betur eða verr þá verða þeir að sæta fíknifefnaleit. Fyrir langflesta þeirra er þetta gert án nokkurs tilefnis. Þetta eru niðurlægjandi aðfarir gagnvart nemendum svo ekki sé meira sagt.

Sjáið þið - lesendur góðir - fyrir ykkur hóp broddborgara sem sætta sig við fyrirvaralausa fíkniefnaleit á vinnustað, já eða bara einhversstaðar þar sem fólk kemur saman. Ég er ansi hræddur um að það mundi heyrast hljóð úr horni ef viðlíka leit yrði gerð á alþingi svo dæmi sé tekið. Ég ætla ekki að ganga svo langt að vitna bók Orwells, 1984. En við að verða vitni að þessu hvarflar hugurinn sem snöggvast til hennar.

Þegar ég var í þessum skóla, sem þá hét Iðnskólinn í Reykjavík var virðingarleysi gagnvart nemendum nokkuð ríkjandi í skólanum. Einkum af hálfu stjórnenda. Stundum þurfti að beita langvinnum fortölum og þrasi til að fá í gegn smáviðvik af hálfu skólans. Stífni, hroki og valdmennska voru því miður allt of einkennandi fyrir hann. Steininn tók úr þegar skólayfirvöld ákváðu að framlengja vorönn fram á mitt sumar vegna verkfalls kennara. Fyrir marga nemendur hefði þetta þýtt lok skólavistar því að þeir þurftu að stóla á sumartekjur til að kljúfa næsta vetur í skólanum. Þetta var ekki lánshæft nám. Að lokum sauð uppúr og nemendur fóru í verkfall og skólayfirvöld neyddust til að gefa eftir.

Nemendur þessa skóla eru líklega enn óhreinu börnin hennar Evu. Það virðist lítið hafa breyst.


mbl.is Fíkniefnaleit í Tækniskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Við þetta má bæta að það er dapurlegt að sjá hið góða nafn Tækniskólans bendlað við aðfarir af þessu tagi. Ég nam við Tækniskólann í 2 ár og þar mætti mér besta viðmót sem ég hef fundið fyrir í íslenskum skóla. Fyrsta daginn var maður boðinn hjartanlega velkominn og síðan fékk maður lykil að skólanum þar sem maður gat dvalið og nýtt sér aðstöðu hans allan sólarhringinn. Tölvuver, bókasafn osfrv. Allt andrúmsloft innan skólans var í samræmi við þetta.

Ólafur Eiríksson, 11.2.2010 kl. 14:46

2 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Þetta er ágætis punktur, sé ekki fyrir mér að þetta verði gert í Lærða Skólanum.

 Burtséð frá því þá er þetta bara út af kortinu á öllum sviðum og stenst ekki lög (ekki það að öllum er sama um lög þegar kemur að þessum málaflokki því múgæsingin er alger)

Guðmundur Kristjánsson, 11.2.2010 kl. 15:57

3 identicon

Ég á mjög erfitt með að trúa því að það sé enginn á Alþingi í ólöglegum efnum. Kókaínið hefur nú lengi verið hluti af lífsstíl efri stéttarinnar þar sem lögfræðingar, útrásavíkingar, dómarar og pólitíkusar eru í góðum vinahóp.

 En svo er aðaláheyrslan að eltast við cannabis enda eru lágstéttaungmenni mikið í því.

Geiri (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 16:06

4 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Mér finnst frekar ólíklegt að svona aðfarir yrðu liðnar þegjandi og hljóðalaust í MR eða öðrum "betri" menntaskólum.

Ég veit ekki hvort að þetta stenst lög, þori ekki að fara með það, en er sammála þér um að þetta sé út úr korti. Sé þetta leiðin, hvert er þá markmiðið?

Ólafur Eiríksson, 11.2.2010 kl. 16:08

5 identicon

Held að þessu væri ekki tekið sem sjálfsögðum hlut í "betri" skólunum, sérstaklega MR eða Versló.

Ragnar Jónsson (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 17:13

6 identicon

Þetta hefur nú verið gert í öðrum menntaskólum þótt það hafi ekki komist inn á mbl.is. Það er ekkert verið að brjóta á réttindum fólks. Það er ekki persónulega leitað á neinum nema það séu sterkar vísbendingar á að sá aðili hafi eitthvað misjafnt í för með sér.

Það er frekar örugglega náð í foreldra nemanda sem eru undir 18 ára og fengið leyfi til að leita á þeim. Þetta er líka alls ekki gert til að hræða fólk frá dópi eða fá dópista til að hætta. Þessi leit er aðalega gerð svo dópistar séu ekki að geyma ólögleg efni í t.d skápnum sínum.

Unnar Kjartansson (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 17:49

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Lögreglan sér enga ástæðu til að tala við foreldra ungmenna í þessari stöðu, þeir leita hiklaust á ólögráða einstaklingum og handtaka þau án þess að fylgja neinum prótókol...þeim er meira að segja hótað með foreldrunum til að fá þau til að vera "samvinnuþýð"...

Haraldur Davíðsson, 11.2.2010 kl. 17:53

8 identicon

Unnar: Lögreglan er búin að leita á krökkunum um leið og voffi þefar af þeim.

Þessi leit á ekki eftir að hafa nein áhrif á fíkniefnaneyslu nemenda ég get lofað ykkur því.

Geiri (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 20:09

9 identicon

Má eiga von á sams konar forvarnarstarfi á sólskinsdögum á Austurvelli í sumar? Á handboltaleikjum í Laugardalshöll? Á Kaffitári? Í Háskólanum?

... (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 21:03

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta verða seint kallaðar forvarnir..terror taktík skilar engu nema meiri feluleik...og hatri á lögreglunni...1000 manns teknir í gíslingu, sviptir ferðafrelsi sínu án þess að brjóta af sér, án þess að vera ógn við almannaheill eða allsherjarreglu...ólögmæt frelsissvipting...

Haraldur Davíðsson, 11.2.2010 kl. 21:48

11 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Ja það er vissara að fara varlega. Ætli maður verði ekki böstaður næst þegar leiðin liggur í leikhús, já eða á tónleika hjá symfóníunni.

Ólafur Eiríksson, 11.2.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband