9.2.2010 | 15:51
Réttlæti (andskotans?)
Það er hluti af starfi sjúkraflutningamanna að víkja til hliðar hefðbundnum umferðarreglum. Það er kallað forgangsakstur. Þetta er gert til að koma veikum og slösuðum sem allra fyrst undir læknishendur og það er beinlínis krafa á sjúkraflutningamenn að þeir gegni þessu hlutverki. Regluverkið heimilar þetta með dæmigerðum klausum um sérstaka aðgæslu, varúð o.s.frv.
Með öðrum orðum segir samfélagið við sjúkraflutningamenn. Keyrið eins hratt og þið mögulega getið af því að það hentar okkur vel - en farið varlega.
Þegar síðan eitthvað fer úrskeiðis - eins og það gerir alltaf öðru hvoru - þá eru sjúkraflutningamenn dregnir fyrir dómstóla og dæmdir af eftiráspekingum á þeim forsendum að þeir hafi ekki sýnt nægilega varúð, eins og virðist hafa verið raunin hér.
Ef litið er til almennra hugmynda um refsingar þá er ágætt að beita þeim vangaveltum á meint brot þessa ökumanns. Hverjum gagnaðist hraðaksturinn? Hagnaðist maðurinn af brotinu? Hefur dómurin forvarnargildi og þá fyrir hverja? Verðskuldar ökumaðurinn refsingu sakir mistaka sem hann virðist hafa gert við það eitt að sinna starfi sínu? Það er eitthvað dæmigert við þær ömurlegu starfsaðstæður sem sjúkraflutningamönnum eru búnar með dómum af þessu tagi. Öruggt má telja að viðkomandi missi starf sitt neiti hann að aka oftar gegn rauðu ljósi, eða yfir hámarkshraða.
Með lögum skal land byggja og ólögum eyða. Sé þetta mál sett í samhengi við nýlina atburði og dómhörku og refsingar það sem af er þá flokka ég þetta undir réttlæti andskotans. Ekkert minna.
Braut umferðarlög í neyðarakstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu ekki að gleyma einu? Hvað með hinn bílstjórann sem lenti í því að keyra á sjúkrabílinn? Ef bílstjórinn á sjúkrabílnum er ekki sekur um að hafa ekki gætt nægjanlegs öryggis, er það þá bílstjórinn sem ók yfir gatnamótin á grænu ljósi, sem hefur gerst brotlegur?????
Nei auðvitað ekki. Þótt gert sé ráð fyrir að neyðarbílar njóti almenns forgangs við neyðarútköll, þá afléttir það ekki þeim skyldum af viðkomandi bílstjórum að þeim akstri skal hagað af skynsemi og öryggi. Þeir eiga ekki skýlausan forgang, heldur ber öðrum vegfarendum að sýna þeim tillitssemi og hliðra til eins og þeim er unnt til að auðvelda þeim að halda áfram. Bílstjóri sem ekur yfir á rauðu ljósi á 60 km hraða, hvort sem hann er í forgangsakstri eða ekki, telst vera sá sem veldur því óhappi sem af þeim akstri kann að verða. Hlutirnir eru bara svo einfaldir og hefur það ekkert að gera með réttlæti almættis eða andskotans.
Þú mættir hafa það í huga að ef sjúkrabíllinn hefði valdið því í þessu tilfelli að bílstjóri bílsins sem lenti í árekstrinum við hann hefði örkumlast, þá hefði sá bílstjóri ekki átt kröfu á neinum bótum ef sjúkrabíllinn hefði ekki talist brotlegur. Er það kannski réttlæti almættisins???
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 16:11
Þú ert á algjörum villigötum, Hilmar.
Sjúkrabílar eiga vissulega forgang en sýna skal þó fyllstu varúð við gatnamót á rauðu ljósi, eins og segir í lögum um neyðarakstur. Ekki er víst að sá sem kemur á grænu ljósi í veg fyrir sjúkrabílinn, heyri eða sjái sjúkrabílinn, t.d. vegna utanaðkomandi hávaða, (útvarp) skyggðrar vegsýnar (umferð-byggingar) o.s.f.v. Auk þess getur bílstjórinn verið heyrnarlaus.
(Sama svar og í öðrum pistli)
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2010 kl. 16:14
Punkturinn er þessi;
Að lögum er það lagt á herðar ökumannsins að haga akstrinum eftir eigin dómgreind.
Hann gerir það. Hann fylgir því lögum þó að dómgreindin hafi e.t.v brugðist honum.
Ólafur Eiríksson, 9.2.2010 kl. 16:20
Ég er hvorki að afsaka né réttlæta glæfraakstur. Það er líka fráleitt að almennir vegfarendur séu réttlausir gagnvart sjúkrabílum eða öðrum í forgangsakstri. Ég er einfaldlega að benda á lögfræðilega vonlaust starfsumhverfi sjúkraflutningamanna.
Ólafur Eiríksson, 9.2.2010 kl. 16:23
Punturinn er þessi;
Það verður að fara að lögum og lögin geta ekki verið öðruvísi í þessu tilfelli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2010 kl. 16:27
Ég hef persónulega sífellt þverrandi áhuga fyrir því að fara að íslenskum lögum, en fellst þó enn á það sem grundvallar sjónarmið að það beri að fara að lögum, jafnvel vondum lögum. Hinsvegar held ég að það þurfi að breyta löggjöf sem brýtur í bága við réttlætiskennd og údeilir refsingum til fólks sem hefur ekki annað til saka unnið en reyna að sinna starfi sínu sem best. Og það n.b þjóðþrifastarfi í þágu hins opinbera.
Það má vera að ekki sé unnt að útbúa betra regluverk fyrir t.d sjúkraflutningamenn, að fullkomnun sé náð í þeim efnum. Ef marka má reynsluna af öðru í íslenskri stjórnsýslu ætla ég að leyfa mér að efast um það.
Ólafur Eiríksson, 9.2.2010 kl. 16:32
Í þessu tilfelli eru lögin (réttilega) að hafa vit fyrir mönnum með "þína" réttlætiskennd á svona aðstæðum. Löggjafinn metur það svo (réttilega) að áhættan sé of mikil að keyra yfir á rauðu, á 60 km. hraða.
Þetta er í rauninni bara kalt mat
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2010 kl. 16:40
Þú ert einkar leiðinlegur Gunnar. Þú skilur ekki hvað ég er að fara eða snýrð villandi útúr því. Síðan ertu að leggjast í persónuárás á mig með því að láta líta út fyrir að mín réttlætiskennd innifeli glæfraakstur á 60 km hraða á rauðu ljósi.
Vertu úti.
Ólafur Eiríksson, 9.2.2010 kl. 16:46
Ef þú vilt ekki að þú sért misskilinn... þá verður að breyta innihaldi pistilsins
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2010 kl. 17:02
Sjúkrabíllinn á reyndar ekki forgang, hann hefur baraleyfi til að virða að vettugi ákveðnar reglur umferðarlagannaeins og hámarkshraða og merkjagjöf(ljós,stöðvunarskyldur og svo framvegis).
Þannig að hann verður alltaf að fara varlega. Hvort hann gerði það er persónulegt mat dómarans. Fyrir nokkrumárum dó maður eftir að hafa ekið yfir á grænu í veg fyrirsjúkrabifreið. Þá var sakfellt í héraði minnir mig(klassískt?) en hæstiréttur sýknaði. Að venju var Hæsti ekki sammála lægsta :D
60 km\klst þarf ekkert að vera ofsahraði á svona gatnamótum, ef umferð er þung og skyggni slæmt... Er það ekki annað?
erfitt að meta án þess að hafa þarna verið
Tómas (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.