28.1.2010 | 19:53
Misvísandi fregnir af vígi ísbjarnar
Sem kunnugt er þá var ísbjörn felldur í gær í Þistilfirði. Talsvert gekk á í fjölmiðlum á meðan bjössi lék lausum hala. Umhverfisstofnun var m.a í kastljósinu og meðal fregna sem komu í gær voru t.d. þessar klausur.
Þetta er úr frétt mbl.is
[...]Ágætlega hafi gengið að fella dýrið, sem hafi verið komið í námunda við sauðfé rétt áður en það var skotið. Það var fellt um kl. 15:40 að sögn Umhverfisstofnunar. [...] Umhverfisstofnun segir, að ákvörðun um að fella björninn hafi verið tekin á grundvelli niðurstöðu starfshóps [...]
Hér frétt af visir.is
[..]Ekki er ljóst hvaða skytta það var sem felldi birnuna en hún var felld um leið og Umhverfisstofnun tók ákvörðun um að það væri það besta í stöðunni.
[...]Jón Stefánsson varðstjóri segir að hvítabjörninn hafi síðan verið felldur rétt fyrir fjögur í dag, nokkur hundruð metrum norðan við eyðibýlið Ósland. Björninn hafi verið lítill og hafi verið kominn í fé sem var á beit í nágrenninu. Hann hafi þó ekki valdið neinu tjóni, segir Jón. Þrjár skyttur voru kallaðar út til að fella björninn. Um leið og leyfi hafi fengist hafi hann verið felldur. [...]
Það var bóndi nærri Óslandi í Þistilfirði sem skaut hvítabjörninn í gær en hann hafði enga hugmynd um að ísbjörn væri í sveitinni. Lögreglan í Þórshöfn hafði áður hringt í alla bændur á því sem svæði sem birnan var. Aftur á móti náðist ekki í tvo bændur, sá sem felldi birnuna var annar þeirra.Hann var að með sauðfé nærri Óslandi þegar dýrin trylltust skyndilega. Skýringin kom fljótlega þegar Birnan kom aðvífandi. Sjálfur var bóndinn vopnaður veiðiriffli. Hann skaut birnuna tvisvar sinnum og felldi hana í öðru skotinu.
Þrjár skyttur eltu dýrið auk Jóns Stefánssonar, lögreglumanns á Þórshöfn. Þegar þeir komu á vettvang var birnan dauð.
Aðspurður hvort bóndinn hafi ekki orðið steinhissa á því að hafa fellt ísbjörn í sveitinni svarar Jón einfaldlega: Þú getur rétt ímyndað þér."
Það er augljóst að bóndi mætir birni og fellir hann umsvifalaust eins og vera ber. Einhverjar ákvarðanatökur hjá Umhverfisstofnun höfðu engin áhrif á þann gerning þar sem bóndi fékk ekkert veður af þeim. Hann vissi ekki einu sinni að bjarndýr væri á ferli í sveitinni. Ekki er einu sinni ljóst hvort að stofnunin hafði tekið ákvörðun fyrir eða eftir að bjössi var skotinn. Í því ljósi eru fréttir gærdagsins undarlegar og þessum frásögnum ber alls ekki saman. Hvers vegna skyldi það nú vera, féll bjössi í leyfisleysi?
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.