18.1.2010 | 15:24
Gott mál- notið Windows!
Því lengur sem Friðrik og aðrir vírusvarnasmiðir veita góða þjónustu því lengur tolla almenningur og fyrirtæki í Windows stýrikerfinu sem verður þá áfram skotmark; hakkara, netsvindlara, fikt-barna, glæpamanna, og jafnvel ríkisstjórna. Sem er gott að því leyti að þá fáum við sem notum alls ekki Windows, heldur t.d Linux áfram að vera í friði fyrir þessu liði og þurfum engar áhyggjur að hafa af vírusvörnum eða öðru netsorpi sem gerir Windows-notendum lífið leitt.
Fari fólk og fyrirtæki í stórum stíl að hópast yfir í Linux er hættan sú að árásir á það kerfi stóraukist með tilheyrandi vandræðum. Í guðanna bænum haldið því áfram að nota Windows!
Að allri kaldhæðni slepptri gekk MicroSoft hálfa leið í dag og varaði við notkun vefráparans IE6. Ég bíð spenntur eftir stund sannleikans hjá Microsoft, en hún kemur þegar þeir vara alfarið við notkun Windows í heild sinni.
Friðrik Skúlason lækkar verð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þvílíkt bull. Óskhyggja á hæsta stigi að Linux notendur þurfi ekki varnir gegn ormum og trójuhestum. Flestir "hakkarar" nota Linux við sína vinnu og þekkja því vel til veikleikanna þar.
virus (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 16:02
Staðreynd málsins er að Linux er enn laust við orma og trójuhesta - af margvíslegum ástæðum.
Ólafur Eiríksson, 18.1.2010 kl. 16:27
Á þeim 11 árum sem ég hef notað Linux hef ég ekki í eitt einasta skipti fengið vírusa og álíka óbjóð í tölvuna mína.
Forrit sem keyra á Linux hafa eins og flest önnur forrit sína veikleika, hinsvegar eru til mjög öflugar varnir (t.d. AppArmor sem kemur uppsett með Ubuntu, algjörlega ósýnilegt þeas notandinn þarf ekkert að spá í að stilla það) sem takmarka mjög þau skaðlegu áhrif sem hugsanlegir veikleikar einstakra forrita geta haft á tölvuna í heild.
Venjulegir notendur sem eru ekki að keyra netþjóna eða opnar þjónustur á tölvunum sínum og notast við þau forrit sem þeir sækja í gegnum Synaptic í Ubuntu (til að nefna dæmi), erunánast algjörlega ónæmir gegn vírusum.
Ef paranoia og tölvuþekking er til staðar má setja upp clamav vírusvörnina og keyra svo firefox og önnur net-forrit undir öðru notendanafni sem hefur mjög takmörkuð réttindi.
Ennfremur er það mitt álit að vírusvarnir eru ekki vörn gegn vá, af minni reynslu að dæma sem kerfisstjóra hafa sumir notendur einfaldlega frekari tilhneigingu en aðrir til að sanka að sér vírusum, og það kemur oftar en ekki fyrir á endanum að menn lenda á vírus sem vírusvörnin þekkir ekki. Því fylgir oft leiðinlegur kostnaður.
Pétur Ingi Egilsson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 16:33
Takk fyrir þessa ágætu athugasemd Pétur. Ég hef notað Linux síðan fyrir aldamótin og hef sömu sögu að segja.
Ólafur Eiríksson, 18.1.2010 kl. 16:48
Sama saga hér, ég nota windows og linux nokkuð jöfnum höndum ( sitt á hvorum kassa ) , algjör friður á linuxboxinu, en stöðugt áreiti á windowskassanum, það hefur þó samt komið fyrir að sem clamav hefur fiskað óvirkan windows vírus á linuxvélinni, eftir að hún hefir tekið nokkur Sambaspor við vindowskassan.
Af þess má sjá að það er samt skynsamlegt að vera með með vörn uppi á linux, ef þú ert á neti með windowsvél einhversstaðar tengda við það.
Bjössi (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 16:23
Mackinn minn er eins og gamall Letti með bbc.og tvo (gír)kassa,ekkert vandamál með viðhald eða vírus,og bara batnar með árunum. :-)
Kv. Björn V.
Bon Scott (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 03:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.