Er ekki nóg komið af þambi ógeðsdrykkja?

Almennt séð er ég afar hlynntur tímasóun. Þegar öllu er á botninn hvolft er lífið sjálft tímasóun í vissum skilningi. Tímasóun verður þó að fylgja viss metnaður að mínu mati. Það er þessvegna sem ég hef ekki getað horft á sjónvarp svo nokkru nemur síðustu árin. Þó að ég hafi að mestu sleppt því þá hef ég orðið þess áskynja að sú tíska hefur orðið til í sjónvarpi - einhversstaðar í helvíti geri ég ráð fyrir- að fá fólk til að mæta og þamba allskonar drullumall fyrir framan sjónarpsmyndavélar. Svokallaða ógeðsdrykki. Nú er það út af fyrir sig rannsóknarefni hvað er í hausnum á þeim sem þetta stunda, ennfremur hvort eitthvað sé í hausnum á þeim sem nenna að horfa á þetta aftur og aftur og finnst fyndið, en látum það vera.

Það versta í málinu er að þetta er að breiðast út og er orðið að íþrótt. Fremstur meðal jafninga hlýtur að vera Steingrímur J Sigfússon sem hefur náð slíkum tökum á ógeðsdrykkjaþambi að það sem honum er rétt hverfur eins og dögg fyrir sólu. Verri dæmi um menningarmengun úr sjónvarpi þekki ég ekki á síðari tímum. Svo er komið að ég hef orðið þungar áhyggjur af Steingrími og mér er alveg hætt að lítast á blikuna. Steingrímur er vissulega vel íþróttum búinn og vaskur maður; en þetta helvíti ætti enginn maður að gera að íþrótt sinni. Ekki fremur en brennivínsþamb eða dópneyslu. Steingrímur getur enda verið sallarólegur sem óskoraður meistari kjósi hann að líta á þetta sem íþróttakeppni. Ég veit ekki um neinn sem ógnar honum á toppnum, eftir að hann hefur þambað IMF, ESB og IceSave án þess að ropa að ráði milli skammta. Ég mæli með því að Steingrímur, og aðrir stjórnarliðar, lesi grein Hallgríms Helgasonar í Fréttablaðinu og hugsi mál í stað frekara ógeðsdrykkjaþambs. Til viðbótar legg ég til að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin í fullu samræmi við stjórnarskrá og þar hafni þjóðin brottnámi nauðsynlegra fyrirvara úr icesave samningunum með tilheyrandi bravör í boði forseta Íslands. Þegar búið er að nýta allan vind úr því ævintýri er hægt að setjast að samningaborðinu á ný.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Drink the CoolAid and all our trouble will be over." Rev. Jim Jones - Jonestown.

Er maðurinn ekki að segja eitthvað í sama anda? Ég fæ ekki betur séð.  Lógíkin er svo frábær."  Við verðum að taka á okkur 7-1200 milljarða, svo við getum fengið  500 milljarða að láni."  Þaðer augljóst að það var ekki hagfræði og viðskiptaönn í jarfræðináminu hér forðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.1.2010 kl. 09:13

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Ég botna ekki í þessu.

Sumir leggja þann skilning í málið að bak við tjöld sé eitthvað samkomulag sem skýri keyrslu stjórnarinnar í málinu. Sé eitthvað til í því er það mér engin huggun, þvert á móti raunar.

Ólafur Eiríksson, 16.1.2010 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband