9.1.2010 | 18:24
Batnaði staðan við að losna víð Svía úr forsvari ESB?
Með því að sækja um aðild að ESB og leggja á það mál höfuðáherslu voru bretum og hollendingum afhentar þumalskrúfur á okkur í icesave deilunni. Til viðbótar þrýstingi á IMF virðast þeir einnig hafa notfært sér þetta - ella teldist efni fréttarinnar vart til tíðinda og óþarfi fyrir Össur að garfa þetta núna. Tengingin við ESB umsóknina lá síðan e.t.v gegnum Svía sem voru í forsvari ESB fram til áramóta en þá tóku Spáverjar við.
Svíar eru með stórt bankakerfi sem hefur mikil umsvif í Eystrasaltslöndunum, t.d Lettlandi. Sænsk/Lettnesku bankarnir lánuðu gríðarlega fjármuni í Lettland og sáu um að kynda upp þarlendan hluta hinnar alþjóðlegu fasteignabólu, fjármagna umsvifamikið brask með fyrirtæki og neyslu. Ekki ósvipað ævintýri og gekk yfir hér. Lánin voru að miklu leyti í evrum á meðan Lettland er með sjálfstæðan gjaldmiðil. Rétt eins og hér gerðust þau undur og stórmerki í Lettlandi að vandamálin hlóðust upp þegar sneyddist um gjaldeyri í hagkerfinu. Munurinn er þó sá að Lettland er að reyna að komast inn í myntbandalag Evrópu og er í gjaldeyrissamstarfi við ESB gegnum svokallað ERMII fyrirkomulag.
Lettar hafa fengið lán bæði hjá ESB og IMF með ströngum fyrirvörum um að þeir fjármunir renni einvörðungu til að efla gjaldeyrisvaraforða og styrkja bankakerfið. Almenningur í Lettlandi fær því gríðarlega feitan reikning þegar kemur að því að ríkið þarf að endurgreiða IMF og ESB þessi risalán, þar er nú blóðugur niðurskurður á ríkinu og mikið atvinnuleysi. Þar eins og svo víða annarsstaðar er feiknarlega mikið í húfi að almenningur taki möglunarlaust við reikningnum sem bankahyski og viðskiptaglæpamenn sáu um að hrúga upp á liðnum árum með braski sínu.
Einkavæddur gróði og ríkisvætt tap er alþjóðlegt stef í dag sem stjórnmálastétt flestra landa hefur sameinast um. Af mismiklum áhuga þó. Það er mjög vont fordæmi og hættulegt fyrir t.d sænska bankaeigendur ef sú hefð myndast að almenningur hafi eitthvað um það að segja hvort hann borgi skuldir óreiðumanna eða ekki. E.t.v skýrir það afdráttarlausa afstöðu Svía gagnvart íslendingum í icesave málinu!? Og í því ljósi er e.t.v þægilegra fyrir Össur að eiga við Spánverjana í forsvari ESB. Öfugt við Svía gætu þeir haft gagn og gaman af því að fá okkur sem fyrst inn í ESB.
ESB og Icesave aðskilin mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það trúverðugur Ráðherra sem fer eingöngu út með þessa spurningu?
Hvenær ætlar þessi auma Ríkisstjórn að stimpla sig inn í vinnuna og fá hrein svör við því hjá ESB hvar Ísland stendur gagnvart EVRÓPULÖGGJÖFINNI um innistæðutryggingakerfið. Samkvæmt Evu Joly og fleirum á hún ekki við um kerfishrun eins og varð hér.
Þetta er spurning sem Geir og Solla hefðu átt að fá endanlegt svar við á fyrsta hrundegi. Og að sjálfsögðu þessi Ríkisstjórn þegar hún tók við.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 19:25
Sæll Arnór.
Áherslur Össurar eru alveg klárar. Hann ætlar að leggja allt undir í ESB málinu. Stundum er ég ekki viss um að honum sé yfirleitt kunnugt um að eitthvað fleira sé á döfinni.
kv.
Ólafur Eiríksson, 9.1.2010 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.