8.1.2010 | 15:36
Röng þýðing veldur misskilningi og úlfúð
Í þýðingu mbl.is er alvarleg villa. Haft er eftir Roy - og það innan gæsalappa - Íslendingar eru í eðli sínu ósanngjarnir. Þetta er rangt, það sem hann segir er: Icelanders are, by nature, intrinsically unreasonable.
Roy segir íslendinga því ekki ósanngjarna, heldur óraunsæja (taka ekki rökum). Sem aftur skýrir hvers vegna þeir, á flótta undan kúgun í Noregi, létu sér detta í hug að setjast að á risastórum köldum hraunmola rétt sunnan heimskautbaugs (og fleira skemmtilegt).
Þar sem þessi meinti skortur á raunsæi íslendinga er leiðarstef greinarinnar og hryggjarstykkið í fínum húmor og frásagnargáfu Roy Hattersley, veldur þýðingarvillan því að útlagning mbl.is á henni missir algerlega marks. Viðbrögð bloggara sýna það, þ.e þeirra sem ekki lásu greinina á frummálinu. Fyrirsögn greinarinnar mætti vera betri til að húmorinn skiljist. Orðið þrjóska nær ekki utan um þá hugsun sem felst í lýsingunni bloody minded í þessu samhengi.
Mín upplifun er sú að greinin sé fremur hliðholl okkur fremur en hitt ef menn vilja fara út í þá sálma. Fyrst og fremst er þetta skemmtilesning á ekta breska vísu þar sem höfundur gerir grín að íslendingum, Bretum og sjálfum sér. Hún er sjálfstætt stykki sem þýðir ekki að vitna til í bútum og þýða í fljótfærni. Hér er illa af stað farið.
Hinir þrjósku Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bestu þakkir fyrir þessa þörfu athugasemd. Að þýða hugsanir milli tungumála er oft ekki auðvelt verk enda geta einstök orð haft fleiri en eina merkingu.
Annars finnst mér þetta gamaldags hjal um einhverja víkinga hjá kallinum vera nokkuð langsótt.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.1.2010 kl. 16:07
Sæll Guðjón og takk fyrir innlitið.
Ég lít á þessa grein sem skemmtiefni, tel hana hafa verið skrifaða sem slíka. Það er sóun á kímnigáfu að hún verði að bitbeini. Bæði hér á mogga og reyndar líka á timesonline þar sem íslendingar og bretar rökræða icesave málið af kappi í athugasemdum við hana.
Kv.
Ólafur Eiríksson, 8.1.2010 kl. 16:46
Sæll Ólafur.
Skv. orðabókinni er þetta rétt þýtt hjá Mogga, en rangt hjá þér. Óraunsær myndi þýðast sem impractical eða unrealistic. Sem dæmi mætti nefna ,,reasonable price" sem er sanngjarnt verð. Unreasonable price væri þá ósanngjarnt...
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 8.1.2010 kl. 17:29
Sæll Sigurjón.
Að þýða þetta sem ósanngjarn nær ekki máli og skilar alls ekki merkingunni. Hér er upphafsklausa greinarinnar.
Iceland’s threat to default on its debt to Britain should surprise no one. Icelanders are, by nature, intrinsically unreasonable. It is part of their charm and the secret of their survival. If the founders of that unique nation — Norwegians, escaping from medieval tyranny, with their Irish and Scottish slaves and women they kidnapped during their flight — had made a rational appraisal of their prospects, they would not have settled on a giant lump of lava in the cold ocean just south of the Arctic Circle.
Þetta dæmi sem hann tiltekur hér getur útskýrt meint óraunsæi íslendinga, en varla ósanngirni.
Ólafur Eiríksson, 8.1.2010 kl. 18:03
Minn málskilningur segir það sama og Ólafur heldur fram. Enda er það í betri takt við greinina. Auðveldast væri þó að spyrja karlinn bara :)
Rúnar Þór Þórarinsson, 8.1.2010 kl. 19:55
Gallinn er sá að blæbrigði margra erlendra orða og gildissvið eru oft á annan veg en íslensku orðin sem reynt er að nota til að ná merkingunni.
Ótal dæmi eru um þetta. Til dæmis má nefna orðið "power" sem nær ekki aðeins yfir merkingu íslenska orðsins "afl" heldur líka yfir orðið "vald".
Það verður því að ráða af samhengi viðkomandi orðs við annan texta hvernig á að þýða og þegar það er gert sýnist mér auðsætt að ekki eigi að þýða það sem lávarðurinn segir með orðinu "ósanngjarnir".
Þá hefði orðið "unfair" verið notað en ekki "unreasonable".
Ómar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 22:03
Þetta segir orðabókin og þið hafið ekki spurt lávarðin hvað hann meinti. Þið getið því ekki vitað að hann hafi ekki meint ,,ósanngjarnir". Punktur.
Sigurjón, 9.1.2010 kl. 11:18
Sæll Sigurjón
Ég veit ekki hvaða orðabók þú ert að skoða en þetta er eitthvað skrítið. Þetta orð er ekki snúið að byggingu og erfitt að villast á merkingu þess. Hér er stutt skýring merriam-webster á orðinu unreasonable.
http://www.merriam-webster.com/dictionary/Unreasonable
2 : exceeding the bounds of reason or moderation <working under unreasonable pressure>
Kv.
Ólafur Eiríksson, 9.1.2010 kl. 14:38
Sammála. Þessi grein er okkur hliðholl, frekar en hitt. Misskilningur byggir líklega á húmorsskorti landans.
gerdur (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 19:13
Hvernig dettur þér, Ólafur Eiríksson, í hug að vísa í ensk-enska orðabók þegar fjallað er um þýðingu á orði yfir á íslenzku? Þessar útskýringar hef ég af ordabok.is.
Hvað sem öðru líður, þarf lávarðurinn sjálfur að útskýra hvað hann meinti til að enginn velkist í vafa.
Sigurjón, 10.1.2010 kl. 01:40
Ástæðan fyrir því Sigurjón er sú að mér er ekki kunnugt um annað en að ensk-enskar orðabækur séu ljómandi heimildir um merkingu enskra orða. Þær hafa reynst mér vel hingað til.
kv.
Ólafur Eiríksson, 15.1.2010 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.