Hvert er hlutfall bólusettra af innlögðum sjúklingum?

Þegar löngu, leiðinlegu og erfiðu ferðalagi þjóðarinnar gegnum covid virtist lokið og hjarðónæmi væri náð með bólusetningum þá blossar upp rétt ein smitbylgjan eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Í ljós virðist komið að bóluefnin gera lítið gagn í því að búa til hið langrþáða hjarðómæmi. Nokkuð sem er vondur skellur fyrir þreytta þjóð.

Ljóst er að við erum ekki komin á leiðarenda eins og margir héldu. Nú vitum við ekki einu sinni hvað er í raun framundan. Og ég heyri á fólki að þolinmæðin er heldur á undanhaldi.

Mitt mat á stöðunni er að aldrei hefur verið meiri þörf á gagnsæi og hispursleysi af hálfu heilbrigðisyfirvalda - ef hugmyndin er að þau og þjóð haldi áfram að ganga í takt. Þetta er orðin spurning um traust.

Núna er ekki tíminn til að fara að halda aftur upplýsingum sem margir bíða óþreyjufullir eftir. Stóra spurningin er vitaksuld, hver er verndin af bóluefnunum. Ég vil fá að vita það og vil sjá tölurnar héðan yfir það. Hráar og ómengaðar.

Svo, hvert er hlutfall bólusettra af innlögðum covid sjúklingum á Landspítalanum?

 


mbl.is Einn á gjörgæslu í öndunarvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2021

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband