20.3.2020 | 17:27
Stjórnvöld vantar upplýsingar sem tæki tvo daga að afla.
Til að meta þá fordæmalausu stöðu sem er komin upp og ekki síður til að plana aðgerðir er algerlega nauðsynlegt að vita hversu margir eru smitaðir af Covid-19 á Íslandi. Eins nákvæmlega og kostur er á skömmum tíma.
Þetta væri hægt að gera með prófunum á fólki sem er valið af handahófi úr Þjóðskrá.
Ef við vissum það mætti þrengja mjög hringinn um raunverulega dánartíðni og hversu hátt hlutfall sýktra þarf heilbrigðisþjónustu. Þegar eru vísbendingar í Íslenskum tölum um að veiran sé ekki næstum því eins skæð og lengi hefur verið haldið fram. Hér eru t.d. engin 20% sýktra á spítala. Sama hvernig er metið og reiknað.
Ef við vissum það gæti vel verið að það kæmi í ljós að sú aðferð að ætla að bæla niður og hægja á smitinu sé ekki sú besta. Eftir allt þá er óljóst hversu langan tíma sú vegferð tekur enn óljósra hvað tæki við eftir það. Það er ljóst að röskun og efnahagslegur skaði af þeirri aðferð er gríðarlegur og því meiri sem tíminn lengist. Mögulega með verri heilsufarslegum afleiðingum en flensan sjálf fyrir landsmenn. Fyrir nú utan allt hitt.
Þessara upplýsinga verður að afla eins fljótt og kostur er. Hvort sem verkefnið yrði sett í hendur Íslenskrar Erfðagreiningar eða annarra. Sjónarmið um persónvernd eða vísindasiðferði hljóta að víkja fyrir nauðsyn í þetta sinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 20. mars 2020
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar