2.3.2012 | 14:30
Ef norðmenn tækju upp íslensku krónuna
Nú eru uppi hugmyndir um að taka upp Kanadadollar og að sögn sendiherra Kanada hefur seðlabanki Kanada tekið jákvætt í málið. Í athugasemdahölum við fréttir af þessu er velt upp þeirri spurningu af hverju Kanadamenn ættu að vera að "splæsa fjármunum" í íslendinga?
Spurningin er; væru þeir að splæsa fjármunum ef þeir samþykktu upptöku íslendinga á sínum dollar?
Hugsum okkur að Norðmenn tækju upp íslensku krónuna. Íslenski Seðlabankinn mundi prenta seðla og mynt í stórum stíl sem þyrfti til að skipta út norskri mynt og seðlum sem yrðu brennd í kjölfarið. Í norska fjármálakerfinu yrði síðan öllum stærðum í norskum krónum breytt yfir í íslenskar krónur rafrænt. Lán til norska bankakerfisins yrðu síðan framleidd með tölvufærslum í íslenska seðlabankanum.
Spurningin er; Værum við að splæsa einhverju á Norðmenn með þessum aðgerðum?
Ég held að svarið sé nei, þvert á móti værum við að hagnast á því að útvíkka krónusvæðið og margfalda það að stærð án þess að það kostaði okkur nokkurn skapaðan hlut. Ótal greinar hafa verið skrifaðar um ávinning Bandaríkjanna af því að gefa út sparnaðarmynt (reserve currency) heimsins. Bandarískur hagfræðingur sagði eitthvað á þá leið við erlendan kollega: Ykkar skuldir, ykkar vandamál -- okkar skuldir ykkar vandamál! Þar vísaði hann í þau áhrif sem verða þegar Bandaríkin prenta dollar og þynna út verðgildi hans og um leið eigin erlendar skuldir. Áhrifin af upptöku Norðmanna á íslensku krónunni yrðu líklega svipuð.
E.t.v. skýrir þetta hversvegna forsvarsmönnum kanadíska seðlabankans er ekki á móti skapi að ræða upptöku íslendinga á þeim gjaldmiðli sem hann framleiðir?
Rétt er að taka fram að með þessari vangaveltu er ég ekki að mæla með upptöku Kandadollars.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 2. mars 2012
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar